Skírnir - 01.01.1918, Page 56
50
Konungssonur.
Skirnir
er konungssonur. Og þó eru þeir miklu fieiri, faðir, sem
kalla hann konungsson, en mig.
Stjórna skapi þínu, Guttormur. Sér þú Hákon nokkru;
sinni svo æstan?
Hákoni vil eg ekki vera líkur, faðir minn. Eg hefi;
leyfi til að vera æstur. Þegar eg eitt sinn hefi hlotið kon-
ungdóm, skal eg láta hengja hann
Guttormur, — ætlar þú að neyða mig til að hirta þig?'
Eaðir minn góður, seg, að hann leggi af sér klæði
þessi, að mönnum megi að minsta kosti v e r a 1 j ó s t,.
hvor okkar er konungssonur.
Erottu, Guttormur! — Klæðin skapa ekki manninn,
barn mitt.
Gregoríus .Tónsson, Eyvindur prestmágur, ívar boddi,.
og Dagfinnur bóndi!: Þér sjáið sóttarfar konungsins,.
bróður míns, að megin hans er minna en vilji vor væri
til Ef guð kallar hann frá oss, vorn ástvin, þá þurfum
vér heilla ráða, hvern vér skulum til konuugs taka eftir hann.
Hve margir mættu til þessa nefndir, Skúli konungs-
bróðir?
Kynlega þykir mér spurt, Dagfinnur bóndi, — svo
sem málinu væri þegar til lykta ráðið. Þér vitið það
sjálfir, að hér er fyrstur son Inga konungs, Guttormur, er veL
er tilfallinn eftir föður sinn. Þá er eg — eg er bróðir Inga
konungs að faðerni, og vitið þér, hversu lög mæla þar
um. Þá er Hákon, son Hákonar konunge Sverrissonar —
og Knútur, í Gautlandi austur, son Hákonar jarls, og er
hann löglega tilkominn eftir sinn föður. Vænti eg, að
fleBtir þeir, er þjónað hafa Inga konungi, að helzt vilji-
þeir hans syni þjóna.
Eitt er einkenni allra Norðmanna — og fá þó aldrel
komið sér saman!
Hvert er það einkenni, Ivar boddi?
AUir vilja þeir konungar vera, Skúli konungsbróðir.
Hver sá, er halda vill uppi ránsflokk, fær og kon-
ungur orðið — að nafnbót.