Skírnir - 01.01.1918, Side 58
52
Konungssonur.
[Skirnir
að þeim þyki sinn hlutur rýrari, en rök séu til; Hið sama
spyrjum vér frá Böglum austur í landi. Eru þeir þess
albúnir, að hverfa frá konungi sínum, ef til fengist fyrir-
liðinn. — Þú mælir ekki konungssonur. Hverju svarar þú?
Eg hlýði.
Vér frændur þínir viljum nú, konungssonur, hafa þig
á brott með oss frá konunginum. Mun naumast langt
líða, áður þeir, er nú vilja þér énga sæmd veita, beiðast
sjálfir sæmdar af þér.
Hvað leggur þú til, Ivar boddi?
Tillaga mín fer í sömu átt, konungssonur.
En hvað lízt þér, Eyvindur prestsmágur?
Hið sama og hinum tveim.
Allir erum vér sammála Andrési skjaldarband.
Og þú, Dagfinnur bóndi?
Eg kýs helzt að þegja, þar til er þú hefir talað, kon-
ungssonur. '
Frændur góðir og þér Birkibeinar aðrir! Enn er eg
of bernskur, að ganga undir slík stórræði. Auk þess er
mér óskapfelt að berjast gegn Birkibeinum. Og margir
eru þeir Birkibeinarnir, er aldrei munu við Inga konung
skiljast. Þykir mér ekki ráð, að etja þeim saman, er all-
ir ættu einskjaldar að vera. Vil eg heldur biðja að guð
gefi mér slíkt af mínum föðurarfi, sem hans er mildi til
hvern tíma sem það kemur fram. 0g það eitt er víst:
Eg reisi ekki lierflokk í Noregi, svo sem nú korfir mál-
um við.
Tíu vetra aðeins . ... og hygnari og betri en allir
vér samanlagðir!
Hvað mæltir þú, Dagfinnur minn?
Eg sagði: Vel mælt, konungssonur.
Nú er oss þörf Birkibeinum að liafa varúð við, Dag-
finnur bóndi. Skúli er ráðsnjall.
Ekki or alt komið undir ráðsnildinni einni, Vegarður
veradalur. Enda er Skúli ekki ráðsnjall — en slægur.