Skírnir - 01.01.1918, Page 59
Skirnir] Konungssonur. 53
Hann fer með vélar. Sannur konungur beitir aldrei vél-
ræðum.
Skúli er ráðsnjall, Dagfinnur bóndi. Jafnskjótt er
hann skildi, að Ingi konungnr mundi deyja, lét hann setja
síg í hásætið og gefa sér jarlsnafn. Hefir honum þótt
sem hægara murídi fyrir að verja hásætið, er hann væri
þangað kominn, en ef autt stæði.
Skúli verður aldrei konungur.
Ekki konungur vor Birkibeina, Dagfinnur bóndi.
Engan geig gjörir það oss, þó einum sé neskonung-
inum fleira.
Ekki átt þú þetta svo víst, Dagfinnur bóndi. Engi
veit, hver upp kann að koma á Eyraþingi.
Ekki ætlar þú þó, að Þrændur muni svíkja, Vegarð-
ur veradalur?
Sjálfur ert f-ú viðbúinn þvi, Dagfinnur bóndi, að svo
megi fara.
Satt að vísu, Vegarður. En Hákon skal konungur
verða.
Skúli vill hafa það sem lengst á huldu, hvort Hákon
sé sannlega sonur Hákonar konungs. Þá er Inga frá
Varteigi hafði fastað til járns — var járninu skotið undan.
Margir Birkibeinar buðust til að bera járn — var því litt
gaumur gefinn. Kirkjunnar mcnn eru ráðsnjallari oss,
Hagfinnur — og þeir standa að baki Skúla.
Kikulás biskup hefði löngu átt að vera gjörður höfði
skemri.
Hann bergur sér jafnan. Nú, þá það. En eitt er
vfet — að vér Birkibeinar erum Noregur. Og við ein-
hverja verðum vér að þreyta fangbrögð.
Kokkuð mun satt í því, Vegarður.
Síðastur manna mundir þú verða til þess, að láta
sverðið ryðga i skeiðum. Fer eg með satt mál, Dagfinnur?
Satt mælir þú, Vegarður veradalur.
Ver þú skjótur í máli, Dagfinnur bóndi. Hygg eg
ver munum nú allir sammála orðnir hér á þinginu.