Skírnir - 01.01.1918, Side 61
Skirnir]
Konung8sonur. 55
Sjáum nú til, Dagfinnur bóndi. — Nú ganga bændur
•á ráðstefnu.
Ottist þér ekki málalokin, Skúli jarl?
Nei, Dagfinnur bóndi.
Þá eruð þér ekki jafn framsýnn og af er látið, herra.
Bíðum átekta. — Nú rís Skervaldur úr Gaulardal úr
:8æti. Illýð nú til, Dagfinnur bóndi.
Um það erum vér þrænzkir bændur á eitt mál sáttir,
að af konungsefnum þeim, er hér hafa uppborin verið á
þinginu, er að eins einn maðurinn, er vér viljum að konungi
hafa: Bákon Hákonarson. — Ekki eru það hvassyrði þín,
Dagfinnur bóndi, er oss hafa talið hughvarf, þó vér séurn
ófúsir þess, að hefja erjur við yður Birkibeina. En vér
vitum, hvað lög mæla um konungskjör, og vér Þrændir
höfum jafnan beygt oss fyrir sönnu og réttu máli. — Y®1’
höfum senda menn til kirkjunnar, og skulu þeir hafa hing-
að með sér skrín hins helga Olafs konungs. Jafnskjótt og
þeir eru aftur suúnir og konungur hefir unnið eið að
8kríni, svo sem venja er til, mun eg dæma honum land
og þegna, og munum vér Þrændir játa honum allri réttri
hlýðni og lýðskyldum.
Heyrir þú fagnaðaróp þingheims, konungssonur?
Eg heyri víst, Dagfinnur.
En hverju gegnir þetta'? Sendimennirnir koma skrín-
islausir.
Hví höfðuð þór ekki hingað með yður skrín hins
helga Olafs konungs svo sem yður var falið?
Skervaldúr frá Gaulardal, kirkjan var læst og kórs-
bræður hóta liverjum þeitn banni, er brýzt með valdi inn
i hana. —
Ný brögð. konungssonur. — Jarlinn brosir. Hvað
•Pkulum vér nú, Hákon?
Eg hygg skrínisins þurfi ekki, Dagfinnur.
Skervaldur úr Gaulardal, hvað er nú til ráða?
Það veit eg ekki víst, Dagfinnur bóndi. — Sjáið
honungssoninn — hann réttir hendur til hirnins?