Skírnir - 01.01.1918, Side 62
56
Konung8sonur.
[Skirnir
Eg sver við guð á bimnum og hinn helga Ólaf
konung ....
Skervaldur! Skervaldur! — seg fyrir eiðinn!---------
Er nú gilt, Skervaldur?
Ekki veit eg það, Dagfinnur bóndi. Hví gjörðuð þér
þetta, konungssonur ?
Konungur er eg nú, Skervaldur — ekki konungs-
sonur. — Er guð á himnum ekki jafn helgur og skrínið?
— Gjör skyldu þina, Skervaldur. Og sé þér efi á, þá.
spyr bændur.
Er eiðurinn gildur, Þrændir?
Já! — Já! — Já!------------
Nú þykir mér sem vér Birkibeinar höfum aftur kon-
ung hlotið, er ekki standi að baki Sverri konungi,.
Vegarður.
Likur eru til þess, Dagfiunur bóndi. En hann er þréttán
vetra einna.
Það er ekki aldurinn, sem skiftir máli, Vegarður
veradalur.
Vér leggjum£að við Hattarhamar og bíðum byrjar,
Degfinnur. Illa fellur mér, að Birkibeinar sveitist mjög.
undir árum.
Það skal gjört, herra. — — —
Hversu víkur*við með skip þau, er fyrir oss fara?
Þai' eru þeir^Eilífur kapalín og Ásólfur jarlsfrændi.
Er líkast því sem þeir séu teknir að deila um lægið. Eru
á lofti árar og forkar. Nú gi'ipa þeir til vopna. Þeir
berjast í fullri alvöru.
Nú er og sverðum brugðið á hinum skipunum, herra.
Þeir búast til að ganga í bardagann. Hvað viljið þér
gjört láta, herra?
Rennum! — Rennum beint milli skipanna, þeirra
Eilífs og Ásólfs! Verða þeir þann veg skjótast skildir.
-----Um hvað berjist þér, vígbanar!
• Eg var hér fyrir með Gestaskútuna, er Ásólf bar að^
og vildi rýma mér úr lægi.