Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 63
Skirnir]
Konungssonnr.
57"
Nú tek eg lægið. Látið af stundu þvo skeinur yðar
og binda um. Þetta skifti læt eg refsingar niður falla.
En tkki tel eg yður ráðlegt, að vekja deilur yðar í milli
framvegis. Og ekki er mér ávalt gaman í hug. —
Nú var vel að verið, herra.
Það lá svo beint við, Dagíinnur bóndi.
Beint við .... fyrir konung, já.
Er eg þá ekki konungur!
Jú, konungur eruð þér, herra.
Fortölur yðar mega sín ekkert, Skúli jarl. Eg er kon-
ungur, og cg krefst þess, að við sé gengið, að eg sé kon-
ungur.
Það er skylda rnín að stilla í hóf, þegar þér ætlið að
hlaupa á yður, hena. Væri yður rétt, að hafa við min
ráð. Eg er eldri og reyndari en þér, herra. Gjaldið var-
huga við því að minsta kosti, að ekki vekið þér yður
altof marga bera fjandmenn.
Berir fjandtnenn eru nálega jafnákjósanlegir og vinir,
Skúli jarl. — Þar kemur Dagfinnur bóndi úr bænum.
Hver tíðindi hefir þú að flytja, Dagfinnur?
111 tíðindi, herra. Bréf eru komin til kórsbræðra í
Hjörgyn frá kórsbræðrum í Niðarósi, að þeir skyldu enga
iign veita yður, Hákon konungur. Kórsbræður þykjast
vera við vant um komnir. Vilja þeir ógjarna sæta reiði
erkibiskups og kórsbræðra í Niðarósi. En annari hendi
vilja þeir gjarna veita yður hlýðni og alla þá sæmd, er
yður ber. Málum horfir erflðlega bæði fyrir þeim og ossr
úerra.
Hversu lítið þér á málið, jarl?
Eg ræð til varúðar, herra. Takið vægum tökum.
Þröngvið engum. Firrist vandræði. Úr öllu mun vel greið-*
ast. Málið þykir mér litlu varða.
Illa ráðið, Skúli jarl. Hvi skyldi eg biða'þess, að úr
greiddist því, er eg fæ greitt bctur úr sjálfur?- Varúðin
°in er, cf til vill, kostur á jarli, — en kostur á konungi
er og verður hún aldrei. — Hvað list þér, Dagfinnur bóndi?