Skírnir - 01.01.1918, Page 64
.38
Konungssonur.
[Skirnir
Bragðarefir kririgjá um oss, herra. Ef til vill eru þeir
á meðal vor. Þeir sitja á svikráðum.
Já — og brögðum má likja við snærishnúta, Dag-
finnur. Svo getur virzt, sem þeir séu ekki auðleystir. Og
þó eru jafnan ráð til að leysa þá.
Satt mál, herra.
Far inn til bæjar, Dagfinnur bóndi, og seg svo kórs-
bræðrum, að eg vænti af þeim einna manna bezt. En
verði það bert, að mér skjöplist í þessu, skal ckki langt
til, að þeir skulu vita, hvort mér Ijkar vel eður illa.
Dagfinnur bóndi — nú um hrið hefi eg enga áhyggju-
lausa' stund lifað.
Vel skil eg það, Inga frá Varteigi, Það er erfiðleikum
bundið að vera konungsmóðir.
En þér treysti eg, Dagfinnur, — að þú standir jafnan
við hlið Hákoni.
Ilákon á sér marga trygga fylgismenn. Eg er að eins
einn þeirra, frú Inga. En mér mátt þú treysta
Virðist þér hann ckki geysilega einráður, Dagfinnur'?
Rétt við hóf, frú Inga. Hann er ekki ólikur ungum
úlfi, er nýtekinn er að neyta tannanna. Hann bítur! Og
ter.nurnar eru ósviknar. Og svo er þess að gæta, að hann
hefir ekki aðeins tennur. Hann hefir einnig liöfuð og hjarta.
Já, lijarta hefir hann, Dagfinnur. Þú ættir að vita,
hve góður hann er mér jafnan. En hann gegnir mér ekki.
Þess gjörist ekki þörf — sé hann að eins góður. Og
góður er hann, en þó ekki meinlaus — snarpur, en þó
ekki illvígur. S-veinninn er fæddur konungur; það er merg-
urinn málsins. Víst er um það, að vér Birkibeinar höfum
ækki haft hann að átrúnaðargoði til einskis.
•
Sigurður Gunnarsson þýddi.
j