Skírnir - 01.01.1918, Side 70
•64
Gunnar á Hliðarenda.
[Skfrnir
hér á landi. En skoðanir vísindamanna og bókmenta-
fræðinga á henni, trúanleik hennar og eðli, eru allmjög
á annan veg, enda hafa þær yfirleitt breyzt mjög á sein-
ustu 30—40 árum. Og enn greinir fræðimenn á úm ýms
atriði. En Njáluvinir þurfa ekki að óttast, að þessi Ijúf-
lingsbók þeirra missi nokkurs í af fornri frægð, þótt hún
verði lesin öðruvísi en oss var ungum kent að lesa hana.
íslendingasögursegja, semkunnugt er, mest frá forfeðr-
um vorum á svonefndri söguöld, tímabilinu frá 930—1030.-
Á þeim tíma var ekkert ritað hér á landi. Norrænufræð-
ingar ætla, að Islendingasögur séu ekki ritaðar fyr en ná-
lægt 1200, þær er fyrst eru skrifaðar, en sumar ekki fyr
en all-löngu síðar, með öðrum orðum, tveimur öldum að
kalla eftir það, að þeir atburðir gerðust og þeir menn
-voru uppi, er þær segja frá. Tvær aldir eru langur tími.
Eða hvílíkur óskapatími finst okkur ekki síðan 1717, ekki
nema 10 árum eftir »Stórubólu«, en nærfelt 70 árum á
undan Skaftáreldum og Móðuharðindum? Varlega mynd-
um vér taka mark á sögum frá þeim' tímum, ef vér fynd-
um þær hvergi skrásettar. Mörg merkisfrétt brenglast á
skemri leið. En margt bar til þess, er hér yrði of langt
að telja, að menn lögðu meiri rækt við minningar feðra
sinna á 11. og 12. öld. Og sumir fræðimenn ætla, að
mörgum sögum hafi verið komið í tiltölulega fastan list-
búning, bæði að efnisskipun og orðfæri, löngu áður en
þær voru ritaðar. Þær hafi verið samdar munnlega. Síð-
an hafi menn numið þær all-nákvæmlega, ekki efni þeirra
eingöngu, heldur og orðalag. Hyggja þeir, að þannig hafi
þær lifað í manna minnum. Því sé líkt háttað um þaT
og Eddukvæðin, er ort voru all-löngu áður, en þau kom-
ust á skinn, og bárust munnlega frá kynlið til kyniiðs.
Það sé að vísu merkilegt, að menn hafi munað þær, ekki
að eins að efni, heldur og orðfæri. En það sé ekki furðu-
legra, heldur en að mcnn hafi munað langa lagabálka og
efnismikla^). En óhugsandi virðist annað, en að mörgu
R. Meissner, Die Strengleikar tls. 10—11.