Skírnir - 01.01.1918, Síða 72
66
Gunnar á Hlíðarenda.
[Sklrnir'
miði. Þar skin víða — og það mest í beztu sögunum —
á skjaldarmerki skáldlegrar tignar — og það er aðals-
merki þeirra. Efnið og meðferð þess er í ýmsu svo svip-
að því, sem tiðkast í nútíðar-skáldsögum, að ættarmótið
leynir sér ekki. Þær eru ritnar með skáldlegri stefnu,
eru mynd lífsskoðana höfunda smna, túlkar kugsana þeirra.
Þó eru þær ekki fullkomlega skáldsögur. Þær eru »blend-
ingur af skáldskap og sögu«, eins sagt hefir verið, en
skáldblær á þeim er mismikill.
Aður héldu vísindamenn, að Njála væri rituð á 12.
öld. Danskur biskup og fornfræðingur P. E. Muller (f 1834)
hélt, að hún væri eftir Sæmund fróða (í bók um Islend-
ingasögur, sem kom út fyrir 100 árum, Sagabibliothek I,
bls. 61—62). Hinn frægi sagnfræðingur Norðmanna, R.
Keyser, taldi hana með þeim sögum vorum, er einna fyrst
væru ritaðar (sennilega um miðbik 12. aldar). Þessir forn-
fræðingar tóku ekki eftir þvi, að einn höfðingi á Sturl-
ungaöld, Kolbeinn ungi, er nefndur þar, en hann fæddist
ekki fyr en á 13. öld. — Lítur hér í litlu ljóst dæmi þess,
hve vísindamönnum getur skotist í sannleiksleit sinni, hve
mannlegri þekkingu miðar hægt áfram. — Nu eru vísinda-
menn á einu máli um, að Kjála, í núverandi gerð, geti
ekki verið eldri en frá seinni hluta 13. aldar. Heusler
hefir, mér vitanlega, seinast minst á aldur hennar í riti.
Hann hyggur, að hún sé ekki rituð fyr en undir alda-
mót 13001).
Þvi lengra sem liðið hefir frá atburðum, er saga
segir frá, til þess er hún var skrásett,- því óáreiðanlegri
verður að telja hana. Af þessum rökum verður að treysta
sannsöguleik ISTjálu mörgum íslendingasögum varlegar.
Finnur Jónsson ver fornsögur vorar allra norrænufræð-
inga kappsamlegast gegn árásum á trúanleik þeirra. Samt
lcveður hann skýrt að orði um, að ýmislegt í Njálu sé
alger tilbúningur. »Nokkurn hluta efnis Gunnarssögu má
vafalaust kalla »hreinan tilbúning* (»pure erdichtung«),
‘) í formála( íyrir þýzkri þýðingu hanB á Njálu, Die Geschichte
vom weisen Njal 1914, bls. 17.