Skírnir - 01.01.1918, Síða 73
Sklrnir]
Gnnnar á Hliðarenda.
67
segir hann í formála fyrir útgáfu sinni af Njálu (í Altnord-
ische Saga-Bibliothek bls. XXIX). Til þessa telur hann
frásögnina af utanför Gunnars. Hann hyggur sögu Gunn-
ars í Xjálu yfirleitt óáreiðanlegri en sögu Xjáls. Ilann
kallar frásögnina af kærleikum Hrúts og Gunnhildar með
öllu skröksögu. (»ohne zweifel eine reine fabel« s. st. bls.
XXX). Hann kveður þátt Víga-Hrapps að öllum líkindum
ósannsögulegan (s. st. bls. 188). Hann játar, að margt sé
vafalaust rangt og ónákvæmt í kaflanum um Brjánsbar-
daga (Brennu-Xjálssaga, bls. XXX)1). — Annar merkur
vísindamaður íslenzkur, Guðbrandur Vigfússon, hefir bent
á eina söguskekkju í henni, og hana ekki smávægilega,
í víðkunnri og ágætri ritgerð, »Um tímatal í Islendinga-
sögum*. Hann hyggur, að »alt það, sem segir um Mörð i
fyrra hluta sögunnar fari svo á milli mála, að haft sé
feðgavíxl, og Mörður nefndur í stað föður síns, og líka
hitt, að kvonfang Marðar hafi orðið töluvert seinna* (en
segir i Xjálu) og »Valgarður hefir orðið að vera sá, sem
ráðin lagði til, að upp skyldi komast þjófsmálið i Kirkju-
bæ, því Mörður var þá enn ofungur til slíkra ráða«
(Safn til sögu íslands I, bls. 418).
Við þetta má mörgu bæta-, bæði almenns og einstak-
legs eðlis, og verður bætt hér við innan skamms, sem hæpið
er að kalla sanna sögu, Það nær ekki nokkurri átt, að
allur sá sægur samtala, sem prýðir Xjálu, hafi geymst
öldum saman óbreyttur óg sama má segja um fjölmargar
lýsingar þar. Þær eru nákvæmari en svo, að menn hafi
getað varðveitt þær í svipuðu líki og Xjála gerir. Og loks
er þar sagt frá sumu, er enginn virðist hafa verið til frá-
sagnar um t. d. orðum Skarphéðins, er brúnásinn reið að
honum og hann »hrataði inn aftur« (Xj. c. 130): »Sét er nú,
hversu vera vill.« Kári var farinn, er þetta á að hafa
verið sagt, og ekki sjáanlegt annað, en Grímur hafi þá
’) í Bókmentasögu sinni liinni miklu (Den oldnorske og oldislanske
Litteraturs Historie II, bls. 535—536), telur bann fáein einstök atriði,
hann trúir ekki.
5*