Skírnir - 01.01.1918, Side 74
Gnnnar k Hliðarenda.
[Skirnir
•68
verið einn eftir inni lifandi, en hann féll dauður niður
skömmu síðar. Og yart er hugsanlegt, að þeir brennu-
menn hafi heyrt þetta, því að Skarphéðinn hefir ekki leitað
þar á hliðvegginn, er hann vissi féndur sína fyrir, enda
segir, að Gunnar Lambason hafi eftir þetta hlaupið upp
á vegginn, er Skarphéðinn hafði gengið fram með honum.
Mér þykir og fremur óliklegt, að þau feðgin, Mörður gígja
og Unnur dóttir hans, hafi sagt orði til orðs frá viðræðum
sinum, er hún tjáði föður sínum ósamlyndissök þeirra
Erúts, og að samræðan hafi siðan varðveizt óbreytt öld-
lum saman. Það er sagt berum orðum, að þau hafi gengið
:á tal, »þar er engir menn heyrðu þeirra viðrmæli®. Síðan
er sagt frá viðræðum þeirra orðrétt (Nj. c. 7). Skilnaðar-
sökin hefir að líkindum borist út á annan hátt, hvort sem
sagan fer í aðalatriðum rétt með hana eða eigi.
Og skáldskaparblær er auðkendari á Njálu en flestum
íslendingasögum. Það er að vísu ekki auðhlaupið að því
að greina skáldsögu frá sannri sögu. Slíkt getur verið
fullerfitt í nútíðarbókmentum. En þó er enn örðugra að
gera slíkt með óyggjandi rökum í fornmentum. Stórt vatns-
fall skilur ekki lönd sögulegrar skáldsögulistar og list-
rænnar söguritunar. Otvíræð landamerki vantar. Skáld
og söguritari fást einatt við nauðalík efni og neyta sömu
hæfileika. Báðir beita ímyndunarafli og það i mörgu á
Sömu lund, stefna að sama marki. Þeir lýsa báðir ein-
stöku, einstökum mönnum og einstökum atburðum, og
leitast við að sýna sérstakan svip þeirra, þann er greinir
þá frá öðrum einstaklingum og tilburðum. En vísinda-
menn fást við það, sem einstökum fyrirbrigðum er sam-
eiginlegt1). Söguritun verður því meðfram að telja til listar.
Alt fyrir það er munur á þessari göfgu íþrótt og skáld-
sögulist. Söguritari verður æ að styðjast við heimildir, má
ekki segja frá því, er engar heimildir finnast að, eða
verður ekki af þeim leitt. Skáldi er veitt meira frjálsræði
*) Kr. Erslev, Historieskrivning Kbh. 1911, bls. 30-32. Smbr. Guðm.
I’innbogason, Hugur og heimur bls. 364-65.