Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 75
Skirnir]
Gunnar & Hlíð&renda.
69
i öllum hreyíingum. Skáldritahöfundur má bæði skapa
menn með því lunderni, er hann vill, er eðlilegt, í sam-
ræmi við lög mannlegrar sálar, og athafnir og tilviljanir,
er skapferli sögufólks hans birtist í, eins og hann hugsar
það og skilur. Því skýrara sem atburðir, orð og verk eða
raðir þeirra afhjúpa innri mann þeirra, er lýst er, því
meiri líkur eru til, að skapandi skáld segi frá. En því
míður erum vér ekki eins miklu nær og ákjósanlegt væri
með þessari skilgreining. Listfengur söguritari með glöggu
auga á öllu einkennilegu í fari manna og eðli, velur það
úr, er einkennir skýrast, segir frá þvi. Hitt hirðir hann
ekki um. I ýmsum einstökum atriðum verður það því
tilfinningamál eða að eins gizkað á um, hvað sé skáld-
skapur eða sönn saga. En söguritari yrkir, ef hann lagar
til frásagnir af atburðum eða býr þá til, af því að hann
með því móti getur sýnt skilning sinn á persónum sínum,
hvernig honum koma þær fyrir sjónir. Þá skáldar hann,
hvort sem hann gerir það óafvitandi eða með ráðnum
hug. I söguriti verða ytri atburðir ekki eingöngu að vera
eðlilegir á þeim stað og tíma, er þeir gerðust á. Þeir
verða líka að eiga sér máttarstoð í sögulegum heimildum
sem fyr getur. Skáldi nægir að vera í samræmi við lög
mannlegrar sálar. Og hér virðist mér skásta markið, er
skilja á sundur skáldsögu og sanna sögu. Mér virðist nú vilja
svo til, að í Hjálu er sagt frá sumu, er heimildir skortir að,
og eru dæmi þess þegar talin og verður bætt við seinna.
Um sumt sýnist aftur ótrúlegt, að það hafi gerst á 10.
öld, en er eðlilegt á 13. öld, í öðrum sið og menning. Og
sumt er með öllu ólíklegt, að gerst hafi eins og sagan
segir, en mannlegt eðli sést þar sumstaðar aftur eins og
í stækkunargleri. Og viða sýnist, meira eða minna,
skáldlega með efni farið, þótt það g e t i hafa gerst eins
og frá er hermt í sögunni.
Eg nefni rúmsins vegna að eins örfá dæmi skáld-
legrar meðferðar. Eg bið lesendur greinar minnar að at-
huga vandlega cap. 44. og 45., einkum lýsing á Skarp-
héðni og Höskuldi JSTjálssonum. Farandkonur segja í dyngju