Skírnir - 01.01.1918, Síða 77
^Sklrnir] G-unnar á Hliðarenda. 71
þeir ljósta hana allir kinnhesti, sem æ hefi sömu geig-
vænlegar afleiðingar í för með sér, veldur þeim öllum aldurtila.
Þá minnist Hauch á skikkjuna Flosanaut og þátt
þann, er hún á i leikslokum eftir víg Höskulds Hvitaness-
goða. Flosi gaf hana Höskuldi, er hann heimsótti hann
haustið, áður en hann féll. Hann tók hana yfir sig, er
hann fór að sá korninu í gerðinu, þar sem hann var veginn.
Hildigunnur ^tók hana »ok þerði með blóðið alt ok vafði
þar í blóðlifrarnar* og geymdi (ífj. c. 112). Þá er Flosi
kom til hennar eftir fall Höskulds, á þingreið, og hún
æsti hann til grimmilegra hefnda, steypti hún yfir hann
skikkjunni. »Dundi þá blóðit um hann allan* (c. 116).
Flosa brá svo við, að hann varð ýmist »rauðr sem blóð« eða
»fölr sem gras« eða »blársem hel«. ÁþingilétFlosisamtleið-
ast til sætta, en tregur þó. Þá varð Njáli það á, að kasta
silkislæðum á silfrið, er gjalda átti eftir Höskuld. Af því
spunnust skammir með Skarphéðni og Flosa, svo að sættir
allar fóru út um þúfur. Hauch heldur, að siæðurnar hafi
mint Flosa á kápuna, er hann hafði gefið Höskuldi, og
Hildigunnur kastað eftirminnilega yfir hann, og því hafi
honum orðið hverft við. Og á þá skýring felst annað
skáld, Svíinn Bááth, er skrifað hefir doktorsritgerð um efnis-
skipun í Islendingasögum (»Studier öfver Kompositionen i
nágra islándska áttsagorc, Lund 1885, bls. 149). Hauch
þykir enginn vafi á, að í þessari lýsing sé út í gegn farið
eftir vel lögðu skáldráði (grundet i en vel beregnet og
gennemfört Digtei’plan« bls. 433).
Því má auðvitað halda fram, að þau dæmi, ernefnd
hafa verið, geti verið sannsöguleg, hafi getað gerst þannig,
og það verður ekki ósannað. Sönnunum verður hér ekki
komið vio. Hér verður að líta á, hvað líklegast sé. Að
minni hyggju eru skoðanir söguskálds hér þungar á met-
um. Hann hefir orðið að haga iðn sinni eftir lögum skáld-
sagnalistar, veit því ger en aðrir, hversu skáldsögur verða
til. Hann lilýtur því að bera næmari kensl á handbragð
söguskálds en t. d. visindamenn, sem aldrei hafa kent
ivatir hrærast í huga sér til iðkunar þeirri íþrótt, meðal