Skírnir - 01.01.1918, Page 78
72
Gunnar & Hlíðarenda.
[Sklrnir
annars af því að þá skorti skáldaugað, fundu hvergi yrkis-
efni á lífsleið sinni.
En — »getur Njála ekki verið samin munnlega?«
kann einhver að spyrja. Osennilegt er það um slíkan
órabálk, enda veit eg ekki til, að neinn hafi haldið því
fram. T. d. leitastTÞjóðverjinn Meissner einna ötullegast
við að sýna, að sögur vorar margar séu samdar munnlega,
en hann segir berum orðum, að það komi ekki- til mála
um Njálu (Die Strengleikar, bls. 11). Báath hefir og sýnt það
með veigamiklum rökum og rannsóknum í fyrnefndri bók
sinni, að efnisskipun Njálu sé gerð með dásamlega hugs-
uðu ráði, svo að fyrsta línan sé, að kalla, rituð með hina
seinustu i huga, og hún hljóti því að vera eftir sama
höfund. Römm »forlagatrú ríkir í Njálu frá upphafi til
enda. Hún er bandið, sem næstum allir viðburðir hennar,
smáir og stórir, eru dregnir á«. Allir eru þar, bæði víga-
menn og vitringar, sem leiksoppar í hendi styrkra norna.
Sköpin senda hetjur til óheillaviga, eins og herforingjar
liðsveitir sínar í skothríð. Eftir boði þeirra fer Njáll inn
í bana-bál sitt. öll sagan túlkar hér sömu frumhugsun,
forlagatrúna, og eftir því er allri frásöguaðferð hagað.
Næstum þvi allir atburðir Njálu eru sagðir fyrir, afdrif
kappanna og forlög þeirra. Þetta virðist mér ein hinstyrkasta
sönnun þess, að Njála sé að mörgu leyti skáldleg smíð.
Hitt er annað mál, að engin leið er að vita, hvað komið
er frá höfundi Njálu, því að vér vitum ekki deili á sögn-
um þeim, er hann gerði bók sína úr. En hætt er við, að
sitthvað ósannsögulegt í sögunni stafi frá honum, en eigi.
ekki alt rót sína að rekja til arfsagna og munnmæla.
Gizkað er á, að höf. hafi haft í höndum tvær sögurr
aðra af Gunnari, hina af Njáli. Heusler heldur, að þær
hafi verið skrifaðar. Síðan hafi hann búið til úr þeim
eina sögu og umskapað þær svo, að kalla beri hann höf-
und (Die Geschichte v. weis. Njal bls. 17—18). En skoð-
anir fræðimanna eru liér á reiki. Finnur Jónsson var t.
d. áður sömu skoðunar sem Heusler í þessu efni (Litt.
Hist. H, 536—37. Þar er ekki beinlínis sagt, að sögurnar