Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 79
Skirnir] Gnnnar 4 Hliöarenda. ' 7S
hafi verið ritaðar, en sú sýnist hugsunin). En°síðar heflr
hann skift skoðun. í formála Njáluútgáfu sinnar kveðst
hann ætla, að saga Gunnars í Njálu sé »tiltölulega nýr
samsetningur« (»fabrikat von verhaltnissmassig jungem
datum«, Einl. XXLU), þykir slíkt sennilegra en fyrri skoð-
an sín.
Mig brestur tima og rúm til að kryfja getgátur þessar
og sennileik þeirra. En framanritað sýnir, að ástæða er
til að spyrja, hvað vér vitum um Gunnar á Hlíðarenda.
Eg ætla því að gaumgæfa sögu hans í Njálu, athuga eftir
föngum, hvort og hvar sé á henni mark sannrar sögu eða
skáldsmíðar, hvernig skilja eigi hana og skýra.
H.
Njála byrjar frásögn sína af Gunnari á því, að hann
tekur að sér fjárheimtu frændkonu sinnar, Unnar Marðar-
dóttur, er skilið hafði við Hrút Herjólfsson. Hann leitaði
ráða Njáis, sem eðlilegt var. Njáll ræður honum að veiða
upp úr Hrúti, hversu stefna skuli, og stefna honum ná-
kvæmlega eftir fyrirsögn sjálfs hans. Njáll segir Gunnari
greinilega fyrir samræðu þeirra Hrúts, er hann kemur
heim til hans með þeim hætti, er Njáll réð til. Er ekki
gott að verjast þeirri trú, að þar sé frjálslega — og skáld-
lega — með efni farið. Ef eg kann skapi tveggja manna
og einkennum þeirra í máli, kann eg að geta gizkað á
tal þeirra, að hverju það berist, meðal annars, og
ofurlítið um, hvernig verði að orði komist. En miklu get
eg ekki spáð um þau efni. Viðræður manna fara óskipu-
lega og því ófyrirsjáanlega fram. Það verður þvi erfitt
að segja fyrir, í hvaða röð samræðuefni beri á góma. En
það gerir Njáll i sögunni. Hann ætlar, að viðræða þeirra
Hrúts og Gunnars fari eins og gangnaseðill um sveitir.
Hann kveður Hrút munu spyrja Gunnar, er kallar sig
Xaupa-Héðin og Eyfirðing, hvort margir séu ágætir menn
i Eyjafirði (efamál, að Hrútur spyrði svo, því að honum
hefði átt að vera það kunnugt af alþingi, þar sem þangað
kom margt manna úr öllum landsfjórðungum). Hann veitr