Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 81
'Skirnir]
Gunnar á Hlíðarenda.
75
manni var og óhættast við að fipast í stefnunni, fara í
nokkru skakt með hana, með þessu lagi. Alt er því hór
með ráði gert.
Hvert atriði í ráðagerð Hjáls er gagnhugsað. Hann
ræður Gunnari að gista á Höskuldsstöðum, lialda síðan
að næsta bæ við Hrútsstaði, bæ Hrúts, og stilla svo til,
að hann lendi í áflogum við bóndann þar, en gæta þess
þó, að hann yrði eigi kendur. Myndi þá sent til Hrúts
að segja honum tíðindin. Hann myndi þá senda eftir hon-
um, »enn þú skalt ok þegar fara«. Með þessu móti gat
Hrút ekki grunað, að Kaupa-Héðinn (o: Gunnar) ætti til
hans nokkurt erindi, og allra sizt varað sig á, að hann
væri í stefnuför til sjálfs hans. Og vel er það hugsað,
sem Njáll ræður Gunnari að svara spurningum Ilrúts.
»Ærinn hafa þeir klækiskap«, á hann að segja, er Hrút-
ur spyr, hvort allmargir séu ágætir menn í Eyjafírði.
»Þjófar eru þar ok illmenni«, á að svara, er.Hrútur spyr
um kappa í Reykjadal. »Þá mun Hrútr hlæja ok þykkja
gaman at«, bætir Njáll við. Það er ekki smáræðis-mann-
þekking, sem birtist í þessum brögðum og hugsuðu svör-
um málfærslumannsins á Bergþórshvoli. »Fýsir e>ru ilt
að heyra«, jafnvel eyru, er vaxa á slikum öðlingum sem
Hrúti Herjólfssyni. Sigmundur í dyngju Hallgerðar er
■ dæmi þess, að háð og spott er æ vænlegt til góðrar skemt-
unar. Þeir eru enn ekki leiðinlegustu gestirnir, er bezt
kunna fyrir sér í þeirri iþrótt. Þetta veit Njáll, eins og
sagan sýnir hann, og eftir því leggur hann Gunnari ráð.
öllum á Gunnar — í gervi Kaupa-Héðins —að »fá nokk-
ut ámæli*. Það var liklegast til að teygja úr viðræðum
þeirra unr nafnkenda menn um land alt og koma talinu
á Rangárvöllu, svo að Hrúti dytti ekki í hug, að slíkt
Vscri í þágu gests hans hins málreifa, að þar byggi nokk-
uð undir. Frásögnin af lögkrókum Njáls geymir ágætis-
lýsing á mannlegu eðli. Hún er og einkennilegt dæmi
•hagnýtrar sálarfræði«.
En undan hvers rifjum runnu þessi raunsæju ráð?
Njáls eða höfundar Njálu eða einhvers annars? Hér er