Skírnir - 01.01.1918, Side 82
76
Gunnar á Hliðarenda.
[Skirnir
erfitt um svör. Fyrr er drepið á, að vér vitum ekkert
um heimildir höfundarins, hvað hann hefir heyrt eða les-
ið um þau efni, er hann segir frá, hvað þá heldur meira,
t. d. sögu heimilda hans, munnlegra eða skriflegra eða
hvorttveggja. Þó að þessi frásaga og fleiri sams konar i
Njálu g e t i verið sannar — að sleptum nokkrum ýkjum
og aukum — fáum vér ekkert um það vitað,
sökum alls skorts á heimildum til samanburðar. En þar
sem skaparahendur slíks snildarskálds sem höfundar Njálu
fást við efni, má búast við, að margt sé höggvið eitthvað
til og tálgað, þó að stubbur og stubbur séu notaðir að öllu,
eins og þeir komu smiðnum í hendur. Ekki er ólíklegt,
að einhver fótur sé fyrir þessari sögu af ráðsnilli Njáls.
En hyggni eftir á er tíðari en forsjálni. Því tel eg
sennilegt, að svo spakleg ráðagerð sé, að minsta kosti að
nokkru, hugsuð eftir á, að höfundur Njálu hafi skorið og
sniðið þetta efni, eftir því sem meginhugsun sögunnar
þarfnaðist. Og ekki er torfundið, hvað það var. Bááth
hefir bent á það, (Studier, bls. 102—104). Ráð Njáls kom
að notum. Gunnar náði fénu Unnar. En fleira leiddi af
ráði lögfræðingsins. Fyrir bragðið fekk hennar Valgarð-
ur grái. Þótt það sé ekki sagt berum orðum í sögunni,
verðum vér að skilja hana svo, sem goðinn að Hofi á
Rangárvöllum hafi átt konu sina til fjár. Þann skilning
liöf. má heyra á orðum Iírúts: »Illa mun þér launat
verða« (JSTj. e. 24). Hrútur getur hér ekki átt við aðra
en frændur Unnar, enda kvaðst Gunnar »meira heimta
þykkjast eiga at henni síðan ok hennar frændum, en at
öðrum mönnumc, er hann færði henni fé hennar. Og það
er ekki tilviljun, að einni línu siðar en segir frá þessu,
í byrjun næsta kapítula (25), er Valgarður nefndur, síðan
sagt frá kvonfangi hans og getið sonar þeirra, Marðar,
og að hann hafi verið verst til Gunnars allra frænda sinna.
Fæðing og líf Marðar var afleiðing af ráði Njáls og
ójöfnuði Gunnars. En Mörður bruggaði Gunnari böl og
bana og tældi sonu Njáls ofan í gjá ógæfunnar, þar sem
þeir létu lífið, og Njáll sjálfur hlaut af því aldurtjón.