Skírnir - 01.01.1918, Page 83
jgkirnir]
Gunnar á Hlíðarenda.
77
Það þarf ekki að rökstyðja það, að Hrútur gat ekki
:Svo mikið sem rent grun í fæðing Marðar né hugarþel
hans óborins í garð Gunnars né heldur hjúskap hans og
Hallgerðar, er hann spáði um í sömu andránni (»þó er
þat líkast, at hann snúist til várar ættar um vinfengit®)1).
Þessi spásögn Hrúts er skáldskapur, nema forfeður vorir
sumir hafi verið gæddir hæfileika, er nú er týndur. Hér
bregður ímyndunarafl skáldsins upp ljósi, er lesa á við
»hulin norna ráð«. Við það eiga að sjást ógnþrungnar
afleiðingar af sigri ÍSTjáls og Gfunnars. Osýnilegt samband
orsaka og atburða verður við það sýnilegt. Þeir vinir
duttu báðir ofan í þá gröf, er Njáll gróf Hrúti. Sigur
þeirra varð ósigur lífs þeirra — og er það höfuðefni Njálu.
Og því áhrifameiri urðu örlög þeirra, því spaklegar sem
ráðin voru lögð. Góð list heimtaði, að höf. gerði sem mest
úr þeira og snilli þeirra. Og nú skilst oss, hví Mörður
kemur of snemma við sögu, sem fyr er á vikið. Því meira
ilt sem af honum hlauzt, því afdrifameira reyndist ráð
Njáls, því grimmilegar hefndist Gunnari ójöfnuður hans
við Hrút.
Eg verð enn að fjölyrða um þetta efni, því að hér er
það tætt og kembt, er skapaþræðir sögunnar eru spunnir
úr. Hér er depill, er finna verður, ef skilja á Njálu. Það
er einkennilegt, að atvik og viðburðir eru hér skýrð, áður
en þau gerast. Hér holdgast andi sögunnar áþreifanlegast.
Höf. Njálu ann siðferðilegu hferni, er hrifinn af göfgi
þess og fegurð. Hann er í senn raunsæis- og hugsæis-
skáld. Og í spádómi Hrúts birtist siðferðistrú hans, að
hið illa fái makleg málagjöld, og þá lifsskoðun höf. á
Njála að sýna. Og þessi skilningur á sögunni er ekki
*) Það er eitt hlntskifti Hrúts í sögnnBÍ að spá Hallgerði hrak-
Epám. Hann spáði því um hana unga, að margir myndu gjalda fegurð-
ar hennar (c. 1). Hann sagði fyrir um samfarir liennar og Þorvalds,
fyrsta manns hennar (c. 10). Og þá er hún lofast Gunnari, má heyra
ógæfu-gruninn i orðum hans: — — „Ek sé, at þú mátt nú ekki við
gera“.------„Er háðum girndarráð“. „Hættið þit ok mestu til, hversu
ierr“ (c. 38).