Skírnir - 01.01.1918, Page 84
78 Gnnnar 4 HÍiöarenda. [Skirnir
skáldlegur hugarburður aðdáunarfullra ritskýrenda, er
skreyta vilja hana með djúpsóttum skýringum. Það er
sagt svo skýrt, að um verður ekki deilt: »Hvárt mun
Gunnari aldri hefnast þessi ójafnaðr?« spyr Höskuldur
Hrút. »Eigi mun þat«, segir Hrútr, »hefnaz mun honum
víst« (sbr. og fyrnefnd orð hans: »illa mun þér launat
verða«, og ósk Höskulds: »njót þú nú sem þú hefir aflatc
Nj. c. 24).
Og mér þykir líklegt, að sama sé hugsun höfundarr
hákristins hugsjónamanns, um hörmuleg áhrif ráðs Njáls
á örlög sjálfs hans og sona hans, að honum hafi hefnsfc
fyrir bi'ögðin, er hann beitti Hrút í málinu. En sá skiln-
ingur verður ekki ráðinn eins ótvírætt af sögunni og sú
skýring, að Gunnari hafi komið í koll aðfarir sínar við
Hrút. Honum virðist ekki hefnast fyrir, að hann lék k
Hrút, heldur fyi’ir hólmgönguáskorun sína (smbr. orðið
»ójafnaðr«), en á henni átti Njáll enga sök. Osk Höskulds
og spá Hrúts eiga eingöngu við Gunnar. Og segja má,
að sagan hefði að líkindum gefið það í skyn á einhvem
hátt, ef Njáll væri hafður þar í huga. En höf. fjölyrðir
aldrei meira en þörf gerist — getur hafa þótt nægja að
segja skýrt um Gunnar, að honum hefndist. Sama væri
þá auðsætt um Njál. Mest list í að láta lesendur og
heyrendur sögunnar ráða í þetta af rás atburðanna. Og
ef menn fallast á þenna skilning, verður dásamleg ein-
ing í allri Njálu.
En skáldið vill áreiðanlega leiða oss fleira fyrir sjón-
ir með frásögn sinni af ráðum Njáls. Eáð hans fara öll
á sama veg, snúast öll honum og Gunnari til óhamingju,
Hann ræður Gunnari að fara utan (c. 28). Af því hlauzt.
ógæfan mikla, hjónaband Gunnars og Hallgerðar. Fyrir-
ráð hans og meðmæli fær Þráinn Sigfússon Þorgerðar,
dóttur Hallgerðar (c. 34). Af því náði Hallgerður tökum
á honum. Fyrir bón hennar fór hann með Sigmundi að
vígi Þórðar leysingjasonar (c. 41—c. 42). En af því hefsfc
fjandskapur Njálssona og Þráins, er lauk þannig,
Skarphéðinn vó hann á Markarfljóti. En sonur Þráins og