Skírnir - 01.01.1918, Síða 85
Skirnir] Gaanar 4 Hliðarenda'. 79'
Þoi’gerðar var Höskuldur Hvítanessgoði, er Njálssynir
drápu. En af því supu þeir og Njáll banaseyðið. Af
þi’emur fyrstu ráðum Njáls sprettur öll ógæfa í Njálu1)
Enn réð hann Gunnari það keilræði að vega *»aldri meir
í kinn sama knérunn enn unx sinn« (c. 55). Hugsunin er
auðskilin: Því fleiri sár sem sami maður sló sömu ætt,.
því kættara var við kefndum. En þetta afbragðsráð kafði
þveröfugan árangur við það, sem til var ætlað, varð ein-
rnitt til þess, að Gunnar vó tvisvar í sama knérunn.
Mörður frétti ráðið og kagnýtti sér það, réð að koma Þor-
geiri Otkelssyni i fjandskap og aðför að Gunnari, og stilla
bvo til, að Þorgeir félli fyrir lionum, og það kepnaðist.
Sá les undarlega Njálu, er keldur, að köf. kafi verið’
annast urn sögulegar staðreyndir, er kann samdi frásagnir
sínar af ráðum Njáls. Þá væru þær að líkindum bæðí
þurrari og styttri. Höf. keflr ekki kirt samvizkusamlega
um einstök sannindi né staðreyndir, keldur almenn lifs-
sannindi. öll ráð Njáls segja sömu karmsögu: Þótt
mannleg vizka leggist djúpt, fær liún ekki »skygnst inn
í kið kulda, sem nokkuð er fjær2)«, ekki séð við ráðum
skapanna né stíflað straum þeirra og veitt konum i ann--
an farveg.
Líklega kefir Njáll verið mikill vin Gunnars og ráðu-
nautur kans góður, bæði í málaferlum og fleiri efnum. Og
ráðleitanir og ráðleggingar hafa víst tíðkast allmjög með-
al vor og frændþjóða voi’ra í fornöld. Þá er menn voru
ráðþrota — og það kefir ef til vill vei’ið oftai' en nú —,
sneru þeir sér til þeirra, er gnótt áttu þar fyrir. Við
‘) Nials tre första rád ooh hans sista — det ár hans saga. Bááth,
Ms. 152.
2) Ef höf. heföi látið Njál 4 gamals aldri líta yfir ráð sin og tala
við sjálfan sig um þau, hefði hann getað látið hann spyrja eins og
Nikulás Baglabiskup í „Kongs-Emnerne“ eftir Ibsen: Er menneskets
Mögt da sá usel at det ikke mægter ráde over andet og tredje led afi
stn egen gerning?“ Þeir sem skrifað hafa beztu fornsögnr vorar, hafa
haft glögt auga á þessu, einkum höf, Njálu, og má telja iíklegt að
Ibsen hafi hugsast þetta fyrir áhrif af lestri þeirra.