Skírnir - 01.01.1918, Page 86
Gunnar & Hllðarenda.
[Skirnir
••80
þenna raunveruleik styðst frásögnin af ráðum Njáls. Og
sama máli gegnir um ráðleitanir til Marðar og ráðagerðir
hans.
— Lítum nú á lofun Gunnars og Hallgerðar. Þá er
hann kom frá útlöndum, heimsótti hann Njál og kvaðst
þá til þings ætla. Njáll latti hann farar — grunar, til
hvers þingreið hans dregur. En hér fór Gunnar ekki að
ráðum hans. Njáll getur nú ekki girt fyrir, að óhamingja
renni af ráði hans (er hann réð Gunnari að fara utan).
Nú ríður Gunnar til þings. Hann skemtir sér þar
hið bezta, honum er veitt mikil eftirtekt, og margir eiga
tal við hann. Þá kemur ógæfan til hans — í gervi
glæstrar konu. Frá því segir svo (Nj. c. 33):
„Þat var einn dag, er Gunnarr gekk frá Lögbergi. — Þá sá hann
konur ganga I móti sér — ok váru vel húnar. Sú var í ferðarbroddi
konan, er bezt var búin. — Enn er þau fundust, kvaddi hon þegar
■Gunnar. Hann tók vel kveðju hennar ok spurði, hvat kvenna hon væri.
Hon nemndist Hallgerðr ok kvaðst vera dóttir Höskulds Dala-Kollssonar.
Hon mælti til hans djarflega ok bað hann segja sér frá ferðum sinum.
Enn hann kvaðst ekki varna mundu henni máls. Settust þau þá niðr
ok töluðu. Hon var svá búin, at hon var í rauðum kyrtli — ok var á
búningr mikill. Hon hafði yfir sér skarlazskikkju — ok var húin
hlöðum í skaut niðr. Hárit tók ofan á bringu henni ok var bæði mikit
ok fagrt. Gunnarr var i tignarklæðum þeim, er Haraldr konungr Gorms-
son gaf honum. Hann hafði ok hringinn á hendi, Hákonarnaut. Þau
töluðu lengi hétt. Þar kom, er hann spurði, hvárt hon væri ógefin.
Hon sagði, at svá væri, „ok er þat ekki margra at hætta á þat“, segir
hon. „Þykki þér hvergi fnllkosta?11 segir hann. „Eigi er þat“, segir
hon, „enn mannvönd mun ek vera“. „Hversu munt þú svara, ef ek bið
þln?“ segir Gunnarr. „Þat mun þér ekki í hug“, segir hon. „Eigi er
þat“, segir hann. „Ef þér er nakkvarr hugr á“, segir hon, „þá finn
þú föður minn“. Siðan skildu þau talit“.
Sumir trúa því, að Hallgerður hafi sagt frá bónorðinu
og frásögnin siðan geymst. Þeir hafa það til síns máls,
að fornþjóðir fóru ekki eins í felur með hvatir sínar og
athafnir í kyuferðisefnum og menningarþjóðir vorra tíma1).
Lesendur fornsagna vorra muna víst, að riðið var stund-
um með álitlegu föruneyti í bónorðsfarir. En sleppum
‘) Yedel, Helteliv, bls. 12—14.