Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 87
Sklrnir]
önnnar & Hliðarenda.
81
'öllum bollaleggingunum, hvort sagt hafi verið frá þessu laun-
íali Hallgerðar og Gunnars. Aðalatriðið er, að fullkom-
inn skáldbragur er á kaflanum. Efnið er þann veg vax-
ið, að það hefir, að kalla, frá ómunatíð verið bezta smíða-
efni skáldanna, úr engu efni svo mjög smíðað sem því.
Og það verður sennilega Ijúflingsefni skálda eins
lengi og skáldsögur verða samdar. öll meðferð efn-
isins ber og með sér auðkenni góðs söguskáldskapar.
ÍLýsingin er alment sönn. En það er »einkenni skáldlegra
sýninga, að þær sýna oss alment í einstöku, mannlífsmynd
á fám mönnum og athöfnum«, segir í þýzkum skáldskap-
■armálum1). Frásögnin af lofun Gunnars og Hallgerðar er
■ekki löng, en gerð af ekki lítilli list. Fyrst þarf að skýra,
hví ástir þeirra hafi kviknað svo leifturfljótt, gera slíkt
•sennilegt. í því skyni er fyrst sagt, að bæði hafi verið
skrautbúin. Gunnar er i ágætu skapi, nýkominn frá út-
löndum með gull og góðan orðstír. Þingheimur horfir á
hann aðdáunaraugum. Hug hans fyllir fagnaðarmóður og
sigurvíma, líkt og ungir menn og metnaðargjarnir komast
í nú á dögum, er þeir hafa nýlokið prófi eða hlotið verð-
■laun. Af þessu gengur viðræða við Hallgerði greiðara.
Hann er og næmari á áhrif, er hugur hans hossast í sliku
feginsróti. Snildarlega er sagt frá bónorðinu sjálfu, og
verður þar sízt vilst á skáldskaparmarkinu. >Þau töluðu
lengi hátt«. Vér ráðum oss til gamans i, að úr því hafi
þau lækkað róminn. Höfundur Njálu er oftast naumur á
■orð. En vel sé slíkri nízku! Gunnar færir sig upp á skaft-
ið hægt og hægt, þreifar gætilega fyrir sér, er ekki um
hryggbrotið. Vér karlmennirnir finnum, að.vér myndum
fara líkt að, ef svipað stæði á. Og ætli kvenþjóðin kann-
ist ekki við gætni Hallgerðar í svörum? Sagan gæti verið
af lofun, er gerðist í gær.
Vér köldum áfram lestrinum og komum nú að þræla-
drápinu. Þar segir fyrst frá þvi, að Bergþóra móðgaði
Hallgerði, af; því að hún bað hana þoka úr sæti fyrir
b Rudolf Lehmann, Deutsche Poetik Muenchen 1908, bh. 145.
6