Skírnir - 01.01.1918, Side 89
Skirnir]
Gnnnar á Hlíðarenda.
8»-
efnismeðferð, samtölum og skaplýsingum, öllu stilt þannig,
að lunderni aðalmanna sögunnar komi sem bezt í ljós.
Lundarfar Hallgerðar og Bergþóru sést t. d. á húskörlum
þeirra, er þær sendu til viga. Yegendui; Hallgerðar
eru illmenni, trúa henni trauðla, reka erindi henn-
ar tregir og möglandi. Húskarlar Bergþóru eru drengir
betri, þykir vænt um húsmóður sína og fara fyrir hana
fúsir á vettvang. Atla þykir betra að bíða dauða í húsi
þeirra Njáls en »skipta um lánardrótna« (c. 38).
ÖIl er frásögn þe3si af vinskap þeirra Njáls og Gunn-
ars rauuverulegs eðlis, rrjynd af fögrum þætti í lífi for-
feðra vorra. Vinátta hefir vafalaust tengt menn stórum
fastara þá en nú, er gerólik störf, áhugaefni og gagn-
stæðar skoðanir naga strengi hennar i sundur. »Njála er
eitt hið mikilvægasta vitni þeSs, hvílíkur veigur var í
vinfengi — þvi líka, sem hvíldi hvorki á mægðum né
fóstbræðralagi — í fornnorrænu lífi«, segir Heusler.
Vér flettum Hjálu áfram. Þá koma deilur Gunnars,
bardagar og málaferli, er höfðu að lokum í för með sér
sekt hans og víg. Hér drop eg á vígaferli hans.
Um Rangárbardaga Gur iars alla þrjá er það satt að
segja, að þeir minna mjög a hernað hans og víking, lík-
ur fornaldarsögublær á frásögn af hvorutveggja. Ef utan-
farar-þáttur Gunnars er að mestu eða alveg >hreinn til-
^)úningur«, eins og Finnur Jónsson heldur og fyr getur
hér, þá verður harla liklegt, að margt sé ýkt stórlega um
vigaferli Gunnars hér heima, vopnfimi hans og hreysti,
afrek hans ekki ótrúlegri í viðskiftum hans við víkinga
en í bardögum við Rangá, enda líkt að orði komistíbáð-
um frásögnunum, sem oftar hendir höfund Njálu. I sein-
asta Rangárbardaga, þá er Þorgeir Otkelsson féll, segir t.
d: »Gunnarr snaraði svá hart skjöldinn, at spjótit brotn-
aði í falnum« (c. 72). Líkt er að orði komist, er sagt er
frá því, er hann feldi Vandil: »Gunnarr snaraði hart skjöld-
iun, er sverðit festi í, og brotnaði sverðit undir hjöltunum«
(c. 30). Lýsingar á Rangárbardögum minna og nokkuð hver á
aðra. I tveimur þeirra vegur Gunnar menn á loft upp .