Skírnir - 01.01.1918, Page 90
G-unnar á Hlíðarenda.
[Skirnir
«4
á atgeirinum og kastar báðum út á Rangá (c. 63, c. 72).
Og í fyrsta bardaganum sló Gunnar öxi úr hendi Skam-
kels út á Rangá, líka með atgeirnum (c. 54). Rangá fékk *
því nokkra .hressing í þeim öllum. — Einum hratt Kol-
skeggur og út á Rangá, ögmundi flóka, er hann hafði
höggvið fætur af honum. Eftirtektarvert er það, að ög-
mundur þessi er ekki nefndur nema í þetta eina skifti,
og meira vitum við ekki um hann, að sögn Finns Jóns-
sonar. (Brennu-Njálssaga c. 72, bls. 158). En í Örvar-Odds-
sögu er getið manns með sama nafni, er kallaður var Ey-
þjófsbani, og svo er frá sagt: »Hann var svartr á hára-
iit, og hekk f 1 ó k i svartr mikill ofan fyrir andlitit, þat
•er topprinn skyldi heita.« (Örvar-Oddssaga í Altn. Saga-
Bibliothek, Heft 2, c. 26).
Leikfimi- og bardagafróðari menn en ég verða að
skera úr, hvort menskir menn fái unnið sum þau hreysti-
verk, er Gunnari eru eignuð, t. d. hvort hann hafi haft
svigrúm til að henda mönnum út á Rangá, er margar
hendur og vopn sóttu að1). Við Knafahóla er sagt, að Gunnar
hafi varpað sér »skjótt til höggs við austmanninn ok sníðr
hann sundr í miðju« (c. 63). Þetta kveður Steingrímur
læknir Matthíasson ekki ná nokkurri átt (»Benrögn<
»Skírni« 1916, bls. 284, smbr. bls. 286) og leiðir nokkur
rök að. Hann telur dæmi þess, að rangt hljóti að vera
sagt frá vígum bæði í Laxdælu og Njálu, sem stafi af
rangri athugun«, t. d. að höfuð Kols Þorsteinssonar hafi
nefnt tíu, »er þat fauk af bolnum.< (Nj. c. 158).
Annars kveikir sumt í frásögnum af vopnaviðskiftum
Gunnars tortrygni af því, að þar gengur alt »eins og í
sögu«, t. d. í orustunni við Knafahóla. Þar vill Gunnari
það happ til að koma auga á Sigurð svínhöfða. Hann
»skýtr til hans af boganum«. Sigurður »brá upp hátt skild-
inum, er hann sá örina hátt fljúga<. En hvað stoðar það?
Ekkert fær stöðvað fljúgandi örina, er þaut gegnum aug-
‘) Fleiri sagnir eru til af sama tæi, t. d. af Þórólfi Skalla-Grims-
.fiyni, (Egla o. 53).