Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 91
Skírnir]
Gunnar & Hlíðarenda.
85-
að, >svá at út kom í bnakkann*. Annari ör skaut Gunn-
ar þegar að ráðsmanni Starkaðar >ok kom sú á kann
miðjan ok fell hann fyrir fætur búanda einum ok bónd-
inn um hann. Kolskeggr kastar til steini, ok kom í höf-
uð bóndanum, ok varð þat hans bani« (c. 63).
í frásögnum þessum felst vafalaust sá sannleikur, að
Gunnar hefir borið stórum af samtíðarmönnum sínum í
vopnfimi og hreysti, ef til vill á líkan hátt og frábær
frumleiksmaður ber af fjöldanum í andlegum efnum. Gunn-
ari hlaut og að þróast mjög snarræði og vaskleikur, er hann
varð við annan eða þriðja mann hvað eftir annað að berj-
ast við miklu liðfleiri óvini.
Efa orkar og hin alkunna frásögn, að Hallgerður hafi
synjað Gunnari lepps úr hári sér í bogastreng, en ekki af
rökum sálfræðilegs eðlis. Kjála veit löngum, hvað hún
syngur þar. Hefnigirni er ein hin allra sterkasta hvöt.
eða hreyfiafl í lífi hernaðarþjóða á fyrstu menningarstig-
um þeirra. Og í öllum skáldskap um hetjur og hreysti-
verk, bæði no-rænum og suðrænum, í ljóðum og lausu
máli, er aðalefnið — hefndir. í ógleymanlegri grimd
birtist þessi máttuga hvöt, hefndargirndin, í svari Hall-
gerðar: »Þá skal ek nú rnuna þér kinnþestinn« o. s. frv.
Ef eitthvað er hæft í sögunni, geta og fleiri rök hafa
ráðið tiltektum hennar, en sagan lætur í veðri vaka. Kon-
um er sárt um fegurð sína, ekki sizt ásthneigðum skraut-
kvendum, og hefir vafalaust kveðið meira að hégómadýrð
formæðra vorra en kvenna nú á dögum. Hallgerði hefði
efalaust þótt mikið fyrir að missa hárið. Enn gat það
hafa ýtt undir hana, að fall Gunnars var fyrirsjáanlegt,
enda segir hún ekki: »Hirði ek ekki, hvárt þú lifir
lengr eða skemr,* heldur >verr þik lengr eða skemr.«
En ytri rök fá efa um, að sönn sé sögnin. Björn leik-
fimiskennari Jakobsson hefir bent mér á, að hæpið væri,
að nógu sterkur bogastrengur yrði snúinn úr lepp úr
konuhári, að minnsta kosti á stuttri stundu1). Þó að hægt
‘) Siðan þessi ritgerð var samin, hefir hr. B. J. bréflega látið sömn
skoðnn i ijós við mig og ritað góðar athngasemdir um frásagnir af af-