Skírnir - 01.01.1918, Side 93
rSkirnir]
Gunnar á Eliöarenda.
87
nýjan leik. Auðvitað var þetta ramskakt ályktað. Gunn-
ar skaut lengi af boganum eftir þetta. ' Síðan er boga-
strengur hans höggvinn í sundur, og það ríður baggamun-
inn, að hann fær ekki streng í staðinn (sbr. orð hans við
Hallgerði: »Líf mitt liggr við«). 0g Eyrbyggja, er
minnist lítillega á fall Gunnars, styrkir þessa ætlun mína.
Þá er Snorri goði hygst að taka Björn Breiðvíkingakappa
af lífi, lætur sagan hann komast þannig ?tð orði: »Hefir
lítt sózt at sækja afarmenni slíkt í hús inn«,----- »sem
dæmi finnast at þeim Geir goða ok Gizuri hvíta, þá er
þeir sóttu Gunnar at Hlíðarenda inn í hús með 80 manna,
en hann var einn fyrir, ok urðu sumir sárir, en sumir
drepnir, ok léttu frá atsókninni, áðr Geirr goði fann þat
af skyni sjálfs sín, at honum fækkuðust skotvápnin« (Eyrb.
c. 47). Njálu og Eyrbyggju greinir hér á: í fyrsta Iagi
um tölu þeirra, er sóttu að Gunnari: Njála kveður þá
40 (eitt handrit 20), Hauksbók 30. í öðru lagi var það
ekki Geir goði, heldur Gizur hviti, sem hugði Gunnar
skorta örvar. í þriðja lagi virðist Eybyggja ætla, að
•Gunnar hafi í rauninni verið tæpur að skotvopnum —
nefnir Qkki hvaða. Af Njálu sést ekki annað, en hann
eigi gnótt þeirra, nema bogastrengja, en við það á Eyr-
byggja. varla, er hún segir: »fækkubust skotvopnin«.
Sýnir þetta, að valt er að treysta sögunum í einstökura
atriðum.
Landnáma nefnir hárskrúð Hallgerðar, en enga sögu,
sem því er tengd. En ólíklegt er — þótt vist sé það ekki
— að fræðimenn þeir eða fræðiþulur sá, er Landnáma
niá þakka smásögur sínar, forneskjulegar og áhrifamiklar
í senn, hefðu slept svo afareinkennilegri sögu úr safni
einu, ef þeir hefðu heyrt hana. Og ótrúlegt er aftur, að
jafneftirminnileg saga hefði ekki þeim til eyrna borist.
Heildarhugsun sögunnar hefir krafist þess, að Hall-
gerður veitti fjendum Gunnars aðstoð í síðustu vörn hans,
sem seinna verður vikið að. Ekkert gat og betur sýnt
Hallgerði og .Bergþóru og mun þeirra en það, hversu þær
J’eyndust mönnum sínum í dáuða þeirra. Hallgerður neit-