Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 94
88
Gunnar á Hlíðarenda.
[SkirnÍT'
aði bónda sínum um lepp úr hári sér. Óbeðin gaf Berg-
þóra sinum manni lif sitt.
Eg hefi nú leitt líkur að því um nokkur atriði úr
sögu Gunnars, að þau séu skáldskap blandin, með skáld-
legu ráði sögð, að slíkt sé, að minsta kosti, eðlilegasti
skilningur á þeim. Og fleira má telja. Ekki veit eg,.
hvað er skáldskapur, ef lýsingin á rakkanum Gunnars,
Sámi, er það ekki. Eögur er sú hundslýsing: »Hann er
mikill ok eigi verri til fylgðar en röskr maðr«, segir
Ólafur pái um hann. »Þat fylgir ok, at hann hefir manns
vit; hann mun ok geyja at hverjum manni, þeim erhann
veit, at óvinr þinn er, en aldri at vinum þínum; sér hann
þó á hverjum manni, hvárt til þín er vel eða illa; hann
mun ok líf á leggja at vera þér trúr« (c. 70). Það er
tæplega tilviljun, að þessi lýsing kemur á eftir skáldskap-
arlegri frásögn af því, er Njáll varaði Gunnar við aðför
þeirra nafna, Þorgeirs Starkaðarsonar og Þorgeirs Otkels-
sonar, er hann var einn heima á Hlíðarenda og ónýtti
fyrirætlun þeirra og sneri henni i ósigur (c. 69). Myndin
af Sámi lýsir vinarhug, er ímynd hans og almenn eðlis-
lýsing vináttu og vinaþels.
Af list notar sagan atgeirinn. Hann boðar víg bæðí
skiftin, er Gunnar vegur í sama knérunn, er Njáll hafði
varað hann við, enda komu þau vig honum á feigðarkné.
Hans er síðar hefnt með atgeirnum og sýnir það — meðal
fjölmargs annars — með hvílíkri iþrótt höf. fer með efni
sitt>). Atgeirinn syngjandi á undan örlögþrungnum vígum
fellur haglega í samræmi við frásöguaðferð Njálu, þar
sem lesendur hennar grunar næstum alt, áður en það
gerist. Hann verður lítt gleymanlegt líkamsgervi þess-
arar söguvenju, hvort sem höf. hefir ætlast til þess
eða ekki. [Framh.]
*) Báath, Studier, hls. 129.
Sigurður Guðmundsson.