Skírnir - 01.01.1918, Page 95
• Shakespeare: „Bálför Sesars“.
[Julius Cæsar: Act III. Scene II.]1).
G e s t u r íslenzkaði,
undir bragarliætti böfundarius.
» »£e ton fait la chanson*.
(Franskur málsháttur).
Forspjall.
Andargift Shakespeares er heimskunn, má 1 -
snild hans er víðkunn, en bragsnild hans er lítt
kunn: Þýðingarnar bera e n g a n vott um neina rækt
við þá miklu bragsnild þessa brezka meistara, sem lýsir
sér í beztu leikljóðum hans, og — óhætt að segja — frem-
ur ó 1 j ó s a n vott um málsnild hans, um »mellifluous
Shakespeare*, »the sweet swan of Avon«.
Þetta stafar af þeirri rótgrónu, voldugu venju, að
meta þýðingar þeim mun betri sem þær eru »orðréttari«.
Það hefir verið æðsta þýðinga-markmiðið, að ná orðrjettri
afsteypu af frumritinu. Og að þ v í leyti eru ýmsar Shake-
spearesþýðingar orðlögð völundarsmíði.
Hér er nýtt í efni: Þeirri fornfrægu »orðréttu
nákvæmni* er afneitað, hiklaust og afdráttarlaust, og alt
önnur »nákvæmni« látin sitja í fyrirrúmi: — 1) Hér
er þess freistað af fremsta megni, að ná sannri, lifandi
eftirmyndaf má 1 færi, orðbragði, talsmáta höfundar-
ins; en þá er oft úti um »orðréttu nákvæmnina«; það
gamla keppikeflið getur þá orðið manni að fótakefli: Eng-
’) Um leikinn í heild sinni sjá grein þá er þýðingunni fylgir, b]s.
106. Hefir cand. Bogi Ólafsson ritað hana fyrir Skirni. Eitstj.