Skírnir - 01.01.1918, Page 96
90
Shakespeare.
[Skirnir
ín tvö tungumál eru eins í vexti, eins í orðalaginu;
og þó það gangi fjöllunum hærra, að urmull orða í hverj-
um tveim tungumálum séu sammerkingar, hvað sem um
er að ræða, þá er, ef satt skal segja, harla vafasamt, hvort
sliks eru nokkur dæmi; ef einhver segir: »h ú n« — »s h e«,
= »elle«, þá segir hann satt og ekki satt, hálfan sann-
leik, ekki fullan. — 2) Hér er það annað nýtt í efni, að
k v e ð a n d i höfundarins er fullur sómi sýndur. Er þetta
sennilega fyrsta tilraunin í þá átt, að »þýða« braglistina
í leikljóðum Shakespeares. í þeim leikljóðahætti (»blank
verse« — lauskvætt) hafa engin skáld komist neitt
til jafns við Shakespeare, livorki fyr né síðar; en hvernig
sem á því stendur, þá er ekki um að villast: bragsnild
hans hefir ekki verið rnetin að verðleikum: ágætustu og
víðfrægustu þýðingarnar eru yfirleitt kveðnar á jafnagangi
frumháttarins — lon og don — »the right butterwomans
rank to the market«. Og þó er það enginn ókleifur
vandi að temja sér og ná allri tilbreytninni í kveðandi
Sbakespeares. Er þessi þýðingar-tilraun ávöxtur af all-
náinni rannsókn á kveðandi hans, og látin af hendi í von-
leysi um tómstundir til að vinna úr þeim aðdráttum. Hér
var að sjálfsögðu ekki lögð stund á þá óþörfu, hugsunar-
lausu nákvæmni, að kveða li v e r j a lotu á sama gangi
og í frumkvæðinu; tjáir ekki að tala frekar um það mál.
Nú er alþýða manna orðin því vön að »strokka« öll
lauskvæð ljóð, hefir ekki heyrt alla tilbreytnina í syngj-
andi Shakespeares, veit ekki af henni, veit ekki hvílíkan
listarauka þa.r er um að ræða. Þess vegna eru hér höfð
framburðarmerki við þær loturnar þar sem brugðið er út
af vanaganginum, á Shakespeares vísu. En þess ber vel
að gæta, að merkin eru mjög lauslegar bending-
ar; því má ekki gleyma* 1).
*) I t. d. er (<-L-) iðule^a lengra í framburði en (—')
1 (^ —') eru hlutföllin barla breytileg. En kveðandin er g a n g-
r é 11 engu að síður — i e y r a manns, ef r é 11 er þulið (a: eftir orð-
um og efni).