Skírnir - 01.01.1918, Page 98
92
Shakespeare.
[Skirnir'
fljótt og hinum frá trúnni á ráðvendni Brútusar og rang-
indi Sesars; en hitt er honum líkt að kenna strax í brjósti
um Anton, þegar hann sér »glóðrauð augun af gráti*.
Eftirá: Prentun á »Bálför Sesars« drógst úr hömlu.
Og nú hefir Professor Philosophiæ, Dr. phil. A. H. Bjarna•
son gert mér þann vinargreiða að líta á þetta umtal
mitt, og alla þýðinguna, og frumritið. Og »Eg er«,.
segir hann »í engum vafa um það, að yðar þýðing
(o: á orðunum: »Cæsar has had great wrong«) er rétt,
þótt hin merkingin sé tíðari í nútíðarmáli*. En eg bað
hann að bera um þetta váfamál frá sjónarmiði sinnar
höfuðvísindagreinar (sálarfræði). Leyfir hann mér að láta
Bín við getið; röksemdir hans fara í sömu átt og mínar,
en miklu ítarlegri og yfirgripsmeiri, og munu til taks, ef
þörf gerist síðar meir.
Gstr.
Julius Sesar:
Þriðju viðskifti; annar fundur.
A höfuðtorginu í Róm.
(Brútus kemur og Kassjus og flokkur bæjarmanna).
Bœjarmenn:
Fær okkur heim sanninn. Við heimtum sanninn.
Brútus:
Komið þá, vinir, hér og heyrið orð mín.
Kassjus, þú heldur áfram yfir um torgið
með helming fólksins.
Þeir sem hallast að mér, þeir verða eftir;
þeir sem ætla með Kassjus, þeir halda áfram;.