Skírnir - 01.01.1918, Síða 99
dSkirnir]
,Bálför Sesars“,
93
og skal nú lýsa sökum þeim er urðu
Sesar að falli.
1. bœjarmaður:
Bezt eg hlusti á Brútus.
2. bœjarmaður:
En eg á Kassjus. Komum svo á eftir .
■og vitum hvort þeim segist eins frá öllu.
(Kassjus fer og sumir bæjarmanna. Brútus stigur í ræðustólinn).
3. bœjarmaður:
Hann Brútus góður er uppi. Höfum hljótt.
Brútus:
Hlustið á orð 'mín öll.
Rómverjar, landar mínir og vinir!
Heyrið mér, munið málefni mitt, og hafið hljótt, svo þið
heyrið; trúið mér, munið heiður minn, og látið mig njóta
heiðurs míns, svo þið trúið; berið mér eftir beztu vitund,
og hyggið vel að, svo þið verðið þvi bærari um að dæma.
Ef sá er hér nokkur, sem var ástvinur Sesars, þá má
ihann ;vita að sízt unni Brútus Sesari minna en hann.
Mun þá sá vinurinn spyrja hvers vegna Brútus reis í móti
'Sesar, en eg mun svara: ekki af því eg ynni Sesar miður;
sökin var eg unni Róm betur.
Mynduð þið fremur kjósa Sesar á lífi, og deyja allir
i ánauð, en Sesar dauðan, og lifa frjálsir menn.
Sesar unni mér, því græt eg hann; hann var gæfu-
Waður, því tek eg glöðu geði; hann var hreystimaður,
jþví flyt eg hrós um hann; en hann var valdagjarn, og
því vóg eg hann. Koma þá tár móti ást hans, gleði móti
gœfu, hrós móti hreysti, en víg móti valdafíkn.
Hver er hér svo þýlyndur, að þrælsnafn vilji bera?
Segi til, ef til er; hann á sök við mig.
Hver er hér sá ruddi, að ekki vilji hann Rómarekk-
hr heita? Segi til, ef til er; hann á sök við mig.