Skírnir - 01.01.1918, Síða 103
:SJdrnir]
.Bálför Cesan.
97
Væri það rétt, þá var það ljótur galli;
og Ijótlega heíir Sesar goldið hans.
Eg kem hér — Brútus bauð mér það, og hinir,<
þvi Brútu3, hann er mesti heiðursmaður;
eins hinir allir, allir heiðursmenn —
kem hér á torg að tala um Sesar látinn.
Vin átti’ eg þar, trúan og traustan vin:
» » i « __ i .
. . W 1 ' , 1 1 r"~' 1 1 1 ' •
'En Brútus ber hann væri valdagjarn;
•og Brútus, hann er mesti heiðursmaður.
Hann færði marga fanga heim í Róm
og friðgjöld þeirra runnu í bæjarsjóð:
Hvort bar það vott um valdagræðgi Sesars?
Kvæðu við sultarkvein, Sesar, hann grét:
i i ___ i i » ,
' ’ ' 11 11 ) ' W> ' ' *
Valdafýkn skyldi skap-harðari’ en svo.
En Brútus ber hann væri valdagjarn;
og Brútus, hann er mesti heiðursmaður.
Þið munið allir, það var hér á þingi,
að þrisvar bauð eg honum konungstign,
fekk þrisvar afsvar: Var það valdagræðgi?
En Brútus ber hann væri valdagjarn;
og það er víst, að hann er heiðursmaður.
Að rengja Brútus ber eg ekki við,
eg ber það eitt, sem mér er kunnugt um.
Þið unnuð honum fyr, sem von var til,
og von eg spyrji: Hvar er harmur ykkar?
Mannvit, þú ert i manneygð skrímsli horfið,
en menn af viti gengnir. Vægið mér;
hjartað er horfið, lagst hjá liki Sesars;
eg hætti’ og bíð heimkomu þess til mín.
1. Bœjarmaður:
Mér finst hann hafa rétt að mæla í mörgu.
7