Skírnir - 01.01.1918, Síða 105
Skirnir]
.Bálför Sesara
99
Það má eg sizt, að móðga þá; vil fremur
móðga þann látna, móðga mig og ykkur,
heldur en slíka heiðursmenn eg móðgi.
En hér er bréf — innsigli Sesars undir,
erfðabréf Sesars: sjálfur fann eg það.
Ef borgarmönnum bærist þetta skjal,
— en virðið vel, eg birti ekki bréfið, —
myndu þeir koma og kyssa benjar Sesars,
og rjóða tröf sín í hans dýra dreyra,
já, biðja um bár af höfði-hans til minja,
og minnast þess á dánardægri sínu,
láta það ganga, eins og ættargiftu,
mann fram af manni.
4. Bœjarmaður:
Láttu' okkur heyra, lestu bréfið, Anton.
Allir:
Við viljum heyra bréf’ð! bréf Sesars!
Anton:
Það má eg ekki; hægir, vænu vinir;
^ . i . i (^ i i ^ .
Eg hlýt að þegja’ um hug Sesars til ykkar.
Enginn er staur, enginn er steinn, en maður;
• .. _• ___________________. • _________ ' ____ .
j > r
menn eruð þið: Vissuð þið vilja Sesars,
i ^ ^^ i . t ^ i i
mynduð þið tryllast, allir verða óðir:
Hepni’ að þið vitið ekki’ um arfinn ykkar;
því ef þið vissuð — þá er vant að vita.
4. Bœjarmaður:
Við viljum heyra bréfið, lestu bréfið;
við heimtum bréfið, Anton, bréf Sesars.
. , i i i i i
i—i i—i i—i i—i i—i i—i «—• i—i i—i o
)
1*