Skírnir - 01.01.1918, Page 108
102
.Bálför Sesars“.
[Skfrnir
því þegar Sesar sá hann reiða vopnið,
það ræktarleysi, sjöfalt verra en svik,
fekk bugað hann: þá brást hans hrausta hjarta.
Huldi’ hann nú skikkjufaldi höfuð sitt,
og rétt við stallann undir steinmynd Pompejs,
sem flóði’ í blóði þá — þar féll hann Sesar.
Og hvílíkt voðafall! Því vitið, landar,
að eg og þið, við allir féllum þar,
en blóðug svikin brutust þá til valda
Eg sé þið grátið; get, að ykkur taki
að hitna’ í skapi: Hrynjið hlýju tár!
En veslir menn, því grátið þið, þó göt
sjáist á skikkju Sesars? — Litið hér
(Sviftir skikhjunni af likinu).
hans liðið lík, lemstrað, öll verksummerkin.
__, II ___ . ' . II .JL, ,_, rl ,__,n
' 1 ) 1 1 ? 1 ' u
1. bœjarmaður:
Þvílík hörmung.
2 bœjarmaður:
Þvílíkur höfðingi’ og Sesar.
3. bœjarmaður:
Þvílíkur ólánsdagur.
4. bœjarmaður:
Þvílíkir erkibófar.
1. bœjarmaður:
Þvílíkur vættvangur.
2. bœjarmaður:
Hér þarf að hefna.
Allir:
Hefnum! Á stað! Leitum ! Brennum! Brælum!
Vegum! Drepum! Vægjum engum fantinum!