Skírnir - 01.01.1918, Síða 109
'Skirnir]
,Bálför Sesarí“.
108
Anton:
Bíðið þið, landar.
1. bœjnrmaður:
Þei þarna! Hlýðið orðum höfðingjans.
2. bœjarmaður:
Já, ihlýðum honum, fylgjum honum, föllum
með honum.
Anton:
Nei, Ijúfu vinir, látið ekki orð mín
æsa’ upp í ykkur slíkan'hefndarhug.
Þeir eru heiðursmenn, sem þetta gerðu:
Um sakarefni hvers eins veit eg ekki;
en veit þeir eru hyggnir heiðursmenn,
og verður eflaust öllum greitt um svör.
Grunið mig ekki um græsku, góðir hálsar:
•er enginn mælskumaður, eins og Brútus;
•er hreinn og beinn, þið þekkið mig að því,
og harma vin minn; þetta vita þeir,
sem leyfðu mér að tala um hann á torgi:
Því eg hef hvorki vit, né orð, né æði,
prúðmensku, raust, né nokkurn mælskumátt,
að hleypa hita í menn: Eg -tala bert,
eg tala um það, sem engum ykkar dylst:
sýni’ ykkur sár Sesars, þá hljóðu munna,
og fel þeim málstað minn: En væri’ eg Brútus,
•og Brútus Anton, þá myndi hann Anton
gera’ ykkur ærða, og orka því að leggja
sárum Sesars þau orð í munn, er myndu
hvern stein í Róm til rimmu vekja og róstu.