Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 113
Skírnir]
W. Shakespeare.
107
manna grískra og rómversbra, er samdi Plutarchus,
•grískur fræðimaður, er lézt um 120 árum eftir Krists burð.
Þessu æfisögusafni var snúið á ensku, og gefið út fyrsta
sinni árið 1579.
í upphafi leiksins getur þess, hve Cæsar sé vinsæll
af alþýðu manna. Hins vegar má og sjá, að lýðveldis-
-sinnar hafa ilt auga á honum, enda ber mjög á því í við-
ræðum alþýðustjóranna við iðnaðarmennina á götunni.
Þeir eru og margir í Rómaborg smeykir ura, að Cæsari
verði boðið konungsnafn á Lúperkalshátiðinni (í febrúar
•44 árum f. Kr.).
Brútus er einn af aðalmönnum leiksins, hinn mætasti
maður, en gallharður lýðveldissinni. Hann er að visu kær
vinur Cæsars, og dáist mjög að honum, en hyggur, að
hann muni konungur vilja verða, enda kunnugt um met-
orðagirnd hans; þykir honum þetta ærið ilt, og er næsta
óráðinn í því, hvað gera skuli lengi vel.
Þessa óánægju Brútusar færir nú Cassius sér í nyt,
hatursmaður Cæsars; elur á óánægjunni annars vegar, en
skjallar Brútus öðrum þræði; og reynir að telja hann á
að ráða verði Cæsar af dögum, heldur en að gerast ánauð-
ugir þrælar hans. Cassius aflar sér margra annara fylg-
ismanna, og neytir siðan allra bragða til þess að fá Brútus
algerlega á sitt mál; tekst honum þ tta von bráðar, sum-
part með fortölum sinum, sumpart með rituðum áskorun-
um, er víða verða fyrir Brútusi, og Cassius hefir sjálfur
samið; kemur þá svo, að Brútus þykist ekki lengur geta
látið afskiftalausan Cæsar og mál hans, er hann hyggur,
að beztu menn Rómaborgar biðji sig liðn. Þá er samsærið
gert, og er Brútus sjálfkjörinn höfðingi flokksins, því að
hann hefir almennings orð á sér. Er þessu næst afráðið
að teygja Cæsar til Capitólshæðar og myrða hann þar, en
.jafnframt bannar Brútus að drepa Anton, vin dyggan
Cæsars, og þykir þó mörgum óviturlega ráðið. Cæsar fær
pata nokkurn af samsærinu, enda ganga spár allar geig-
vænlega illa, en þó ræður hann af að fara til Capitóls-