Skírnir - 01.01.1918, Page 116
110 Gamlir nánngar frá Breiðafiröi. [Skirnir'
við öðrura kambinum, eins og þar stæði næsta blaðsíðan;
stundum sletti bann dönsku innan um, og þótti okkur
piltum allraikil bragarbót, þótt okkur væri það græn-
lenzka. Bróðir Jóhanns var líka við og við á faraldsfæti
þar um sveitir. Hann þótti okkur ijótur og óþýður, enda
fylgdu honum tveir afarstórir útlendir hundar, sem lágu
hjá honum á nóttum. Man eg, að eg þorði ekki að sofna
eina nóttina og hlustaði á karlinn, er hann var að siða
seppana og sagði: »Eg þoli þig ekki, eg þoli þig ekki!«
Við Gunnlaug flakkara og Lúsa-Jósep féll okkur og hálf-
stirt, og sömdum k3>mnileik um þá, sem oflangt yrði hér
frá að skýra, nema hvað rúm þau, er þessir »gentlemenn«
höfðu soflð í, fyrirfundust afskapleg að leikslokum.
Meira fanst okkur til Magnúsar aumingja, Guðm.
Purkubróður og Gvendar godda. Hinn síðastnefndi var
orðlagður skrumari og smjaðrari, en í minna lagi vand-
aður. Urðu hans æfilok þau, að hann réðst á Björn póst
á Bröttubrekku, en hafði miður, og tróð Björn, er var'
heljarmenni, steini í munn Godda; kom hann ekki stein-
inum út úr sér, komst við illan leik til bygða og lét þar
líf sitt.
Þessa menn alla og fleiri þeirra líka mætti sérkenna
á ýmsan hátt, en til þess hefl eg hvorki tíma né minni.
En það höfðu þeir allir sameiginlegt, að þeir höfðu allir
svip og keim af eldri aldarhætti, og það var það, sem
gekk okkur óvitandi mest í augu.
En nú er að minnastjá Sigmund Drottinskarl. Hann
kom aldrei að Skógum, enda átti sveit sína vestur á-
Barðaströnd. En þegar eg var kominn út í Flatey og
var þar búðarpiltur, kyntist eg karii þessum og mintist á-
ýmsar skritlur, sem móðir okkar hafði sagt okkur frá
Simba, þegar hún var heimas'æta í Hergilsey og hann var
þar vinnumaður. Hann var meðalmaður vexti og mjög
meinleysislegur, klæddur hvítgráum peysutötrum með kar-
bættan hatt á höfði, hvítur á hár og skegg og hékk hvort-
tveggja í flygsum, en hvítur gröftur í augnakrókunum,-
og allur bar hann sig beygjulega. Kendi eg óðara í brjósti