Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 117
Skirnir] Gamlir náungar frá Breiðafirði. lll’-
um hann og gladdi hann með staupi og brauðköku. »Hvað
ertu gamall?* spurði eg. »Þeir eru að segja, að eg sé kom-
inn undir brunaárið«, svaraði hann. Næsta vor kom Simbi
aftur og spurði eg hann aftur um aldur hans. Þá var
karl orðinn eitthvað hýrgaður og svarar hiklausí. »Sjö-
tugur fyrir utan kviðslitið«. Eftir það man eg ekki til,
að eg sæi hann aftur. Sigmundur þessi var ekki einungis
fæddur bögubósi, heldur svo skringilegur og fyndinn, ósjálf-
rátt, að bögumæli hans urðu á allra munni. Skulu hér
tilfærð nokkur dæmi. Þegar Sigm. var í Hergilsey, sagði
móðir inín, að hún kom út og mætti Simba, nýkomnum
af sjó. Hún spurði hvernig þeir hefðu aflað, því þeir
höfðu verið í liákarlalegu. Hann svarar og heldur afund-
inn: »Hvað áttum við að afla alveg höfuðlausir!«
Meiningin var, að þeir höfðu enga selshausa haft
með sér í beitu. Sigmundur átti síðar konu, sem Lovísa
hét. Nafn hennar* gat hann aldrei nefnt hneykslislaust;
ofta8t setti hann K framan við fyrsta stafinn, en félagar
Simba bættu um. Með henni átti hann son, sem hét Kári,
og eftir lát hennar var hann á fóstri með Teiti nokkr-
um, sem fór vel með piltinn. Því sagði Drottinskarl:
»Eg vil heldur gefa hrjár (o: þrjár) vættir með Kár i
Teit, en tíu í annan verri stað«. Simba var boðið í veizlu
og hlaut þröngt sæti. Þá féll lionum það orðtak af mu.nni:
»Hröngt mega ósáttir hroða sér«.
Sigmundur var góður bjargmaður, sem kallað er. Eitt
sinn var hann nær hrokkinn fram af brúninni á Látra-
bjargi, en festist í fluginu á skinnbrók sinni. Æpti þá
Sigm. á hjálp félaga sinna: »Herra guð hann hljóp á
mig og haldi nú hver í sig, og hjálpið mér fram af!«
Burgu þeir honum óðara og áður en þeir gerðu gaman að
bögumæli hans. Eitt sinn viltist Sigm. á Þingmannaheiði og
komst nauðulega til bygða, og kvaðst aldrei hafa ratað
í svo »mórauða maukadellu«, og sagði langa hraknings-
sögu, sem eg hefi gleymt.
Þegar Sigm. misti konu sína, fór hann á fund sókn-
arprests síns, síra Runólfs á Brjánslæk, og bað hann bless-