Skírnir - 01.01.1918, Page 118
:112 Gamlir náungar frá Breiöafirði. [Skirnir
.aðan að syngja yíir henni fyrir sig. Prestur svaraði, sagði
það skyldi hann fúslega gera, og spurði, hvort að hann
ætti ekki að halda ræðu við greftrun hennar. Sigm. tók
því feginaamlega. Spurði þá prestur, hvað helzt hann
ætti að íaka fram i ræðunni konu hans til maklegs heið:
urs. Karl hugsar sig um og svarar svo: »Þér megið
segja, að þarna var hún nóttina út og daginn inn eins
og stokkur eða steinn«. Prestur lét það gott heita og hét
að bæta um fyrir hann. Sigmundur hrestist þá og segir:
»Þá bið eg þig að lofa mér að vera líkmann að minni
kæru Klovísu«. »Nei«, segir prestur, »það máttu ekki,
minn dýri Drottinskarl, því það er á raóti lögmálinu«.
Þá 8tygðist Simbi og svarað'i með þungum þykkjusvip um
leið og hann fór út frá presti: »Há hefði Klovísu heitinni
ekki þótt of lítið fyrir mig þó eg hefði fengið að ráða
;hennar siðasta viðskilnaði!«
Brokey j ar-Yigf ú s.
Svo hét annar skringilegur náungi, sem ávalt kom
-einn á báti á hverju vori, og stundum tvisvar, vestur í
eyjarnar. Tók eg þeim karli ætíð tveim höndum eftir að
eg komst til valda, sem búðarsveinn míns milda frænda,
. sem gjarnan lét mig hafa fríar hendur við verzlun okkar.
Vigfús þessi var einkar skrítinu og fornlegur karl. Hann
var þá gamall, og þó enn afarmenni að burðum, með
hæstu mönnum og afar-beinastór, með hvítt hár og skegg
og hvorttveggja tók á bringu. Hann var á fornum bol og
mussufötum, hreinlegur mjög, en oftast berhöfðaður, en
svo stórskorinn í andliti og heljarlegur allur í sjón, að
börn og unglingar fældust hann, þótt allra manna væri
spaklyndastur. Þegar hann hafði sett bát sinn og búið
um hann, var hann vanur að setjast á stein, róa bakföll-
um og þylja bæn eða kafla úr biblíunni. Var hann kall-
aður biblíufastasti maður á Breiðafirði. Sérstaklega unni
hann og þuldi Jobsbók, og þarnæst Sálma Daviðs, þá beztu,
eða þá Prédikarans bók, ef honum gekk eitthvað mótdrægt.
Þetta raus var hans matur og drykkur, og ræddi þess a