Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 119
íSkirnir]
Gamlir náungar frá Breiðafirði.
113
milli við okkur gárungana eða þáði hressingu. Aldrei sá
•eg þó þann gamla bergrisa drukkinn, þvi að hann þoldi
•eflaust á við Egil Skallagrímsson. Um hreysti hans gengu
ýmsar sögur. Hann átti víkurbát, eða áttróið far Bterkt
og vel við haldið, reri hann á því einn út undir Jökli,
-en leiðin úr Brokey út á Hjallasand eru 12—14 vikur
sjávar. Vigfús beið sjaldan eftir byr eða leiði, heldur fór
sinna ferða, þótt öðrum þætti ekki sjóveður. Þannig lágu
menn eitt sinn kyrrir úti i Rifi heila viku, en snemma
þeirrar viku sáu menn bát Vigfúsar og karl á, kominn
inn á sund innar frá Brokey. Skömmu síðar kom bann
siglandi heim í lendingu sína. Fögnuðu menn Fúsa og
Bpurðu, hví hann hefði róið í því veðri lengra en hann
hefði þurft. »Eg vildi ekki láta undan höfuðskepnunni,*
svaraði hann, og dró seiminn eins og hans var vani. I
annað sinn kom hann heim úr veri, og er hann lenti voru
honuin sögð þau tíðindi, að hann væri orðinn faðir. Vigfús
varð heldur fár við, gengur þó stillilega á fund barnsmóður
sinnar og sfegir: »Heil og sæl, og sýn mér barnið.« Hún
sýnir honum fyrst eitt barn og síðan annað, því að hún
hafði alið tvibura. Vigfús horfir þegjandi á börnin, og
segir síðan: »Eg átti von á einu barni vænu, en ekki
tveimur litlum.« —
Svo sagði Ólafur Þorbjörnsson, er þá var einn af
mestu sjógörpum í Breiðafirði, að fáir tveir þyrftu að
treyna róður móti Vigfúsi, hefði hann og nokkrum sinnum
hjálpað honum og öðrum að ná landtöku, meðan hann var
á bezta skeiði og reri með öðrum. En hversdagslega stilti
hann afli sinu af hlífð við sig og félaga sína. í elli hans
leit svo út, sem handleggir hans, herðar og bak væri
orðið alt skekt, hnýtt og skælt eftir átök og aflraunir, en
minni hans og vitsmunir var með réttu lagi, svo að hánn
þótti mörgum hinn skemtilegasti, enda skemdi minna en
bætti sérvizka hans og forneskjubragur.
Þriðji kunningi minn frá þeim dögum var lika úr
•Suðureyjum á Breiðafirði og hét
8