Skírnir - 01.01.1918, Side 120
114
Gamlir nánngar frá Breiðafirði.
[Skirnir
Arneyj ar-Sveinn.
Hann var meinlaus, bláfátækur maður, en ratvís og
áreiðanlegur sjómaður, er oft reri vestur um allan flóa á
tvær árar undir heldri mönnum úr Stykkishólmi, er þeir
voru að skjóta fugla eða áttu skyndierindi vestur til Flat-
eyjar, og ef svo langt var farið, urðu þeir næturgestir.
Var mér og mínum líkum ekki síður starsýnt á Arneyjar-
Svein en Brokeyjar-Vigfús, og voru þeir þó gagnólíkir.
Sveinn var í sjón og búningi eins og fólk er fiest, og með
fullri greind í tali — utan vissra tiktúra og orðatiltækja,
einkum ef hann átti tal við þá, er hann áleit að væri heldri
menn. Þá tók hann æfinlega ofan, heilsaði djúpt og sagði:
»höfðingi, höfðingi«, í öðru hverju orði. 0g að einu leyti
var vit hans eitthvað geggjað — eins og einhver þrem-
illinn hefði fallið milli þils og veggjar þegar hans heila-
hjallur var reistur. Eða bjuggu þeir Sveinn þessi og Vig-
fús að reitum píitista-tímans, sem lifði víða hjá alþýðu
fram á byrjun 19. aldar? Hvað sem um það er, var sá
háttur þessa Sveins, að óðara er hann hafði fest bát sinn,
gekk hann afsíðis og helzt upp á þúfu eða hól, tók ofan
og brá hattkúf sínum fyrir andlitið, þó ekki mjög nærri
nefi sínu, og fór að prédika, engu líkara en prestur í stói.
Skorti hann og sjaldan áheyrendur, því að börn og ungl-
ingar læddust að hvaðanæva. Ekki vildi hann þó leyfa
söfnuðinum nær sér en góðu hófi gegndi, og ef einhver
tók fram í, færði hann sig í annan stað. Ekki varð hon-
um orðaskortur, enda var líkast því sem hann læsi upp
úr bók — eða hatt sinn. Hann hafði heldur lágan róm,
og það sem við heyrðum og ekki lenti í hattinum fanst
okkur ekki vera stórum óáheyrilegra en sumar kirkju-
kenningar. Sveinn var enginn oftrúar- eða ofsamaður. En
margt hjákátlegt var haft eftir honum; t. d. að hann kvaðst
elBka meira blessunarorð Jesú en bölvið hans Jóns (o: Vída-
línspostillu). »Það orðfæri er of»tröllaukið fyrir Arneyjar-
Svein.<
Fjórði einfeldningur var Indriði nokkur, gamall þjónn-