Skírnir - 01.01.1918, Qupperneq 122
116 Gamlir náungar frá Breiðafirði. [Skirnir
Jakobsens. Hann kom fyrst hér til lands með konu sína,
er þótti ljós í húsi; lék hún fyrst kvenna á píanó við
Breiðafjörð. Eftir stutta sambúð misti Jakobsen konu sína
og tregaði lengi; var mælt, að varla væri það óveður, að
hann gengi ekki dags daglega að leiði hennar upp að
Helgafelli — meir en mílu vegar; en hve lengi hann hélt
þeirri venju, þori eg ekki að segja, því að það, sem eg
um það heyrði, þykir mér ótrúlegt, en aldrei var hann
Æiðan við konu kendur.
Fræknir menn.
Af formönnum og sjógörpum voru einkum fimm menn
nafnkuunir í æsku minni. Voru það þeir Svefneyjafeðgar
Eyólfur og Hafliði, Jóhannes Magnússon í Bjarneyjum,
hinn bezti drengur og búþegn, Olafur Þorbergsson, for-
maður Brynjólfs kaupmanns, en í syðri eyjunum þótti
Gísli Gunnarsson einna fræknastur, og varð þó sá eini
þessara manna, sem fórst með skipverjum sínum á sjó.
Marga aðra mætti nefna, svo sem Árna Thorlacius, hinn
fræknasta mann, og Olaf úr Bár, er átti dóttur Odds
Hjaltalíns, og síðar var borgari í Flatey; hann var manna
mestur og sterkastur og svo harðfengur, að sagt var að
aldrei væri svo hart sjóveður að hann setti upp vöttu.
Hann var og manna skemtilegastur og valmenni að öllu.
Enn má nefna niðja Eggerts gamla i Hergilsey og fieiri
Víkur-formenn úr eyjum. Svo sagði Hafliði í Svefneyjum
mér, að 40 vertíðir reri hann með föður sínum eða var
formaður sjálfur, í Dritvík fyrir vestan Jökul; voru það
16 milur frá inn-eyjum; sigldu þeir í verið um miðgóu
skeið, og dvöldu við róðra langt fram á vor. Fórst þeim
jafnan vel, brást þeim og aldrei afli fyr en hinar síðustu
vertíðir. Ekki héldu eyjamenn kyrru fyrir, heldur sigldu
vestur fyrir Látrabjarg til steinbítsveiða; var þá lítil
veiði eftir heima fyrir, nema í Bjarneyjum. Þar hélzt
heilagfiskisveiði all-góð til 1860 eða nokkuru lengur. En í
tíð forföður míns Eggerts í Hergilsey voru 40 bátar til