Skírnir - 01.01.1918, Page 124
118
Gamlir náungar frá Breiðafirði.
[Sbirnir
og bar inn í hús. Til þess snarræðis tók Magnús bróðir
minn og kvaðst ekki hafa leikið eftir, en hann var mér
miklu sterkari1). Kom þar fram, að alt vill lagið hafa.
En nú vil eg nefna mann, sem með fylsta sanni
mátti kallast afreksmaður sakir fræknleiks. Hann hét
Matthías Ásgeirsson (prófasts í Holti í önundarfirði). Þeir
bræður, hann og séra Jón, síðast prestur á Hrafnseyri,
svo og hans synir, voru allir orðlagðir fimleika og íþrótta-
menn. Ilygg eg þó að nafni minn, er eg nefndi, bæri
af þeim öllum. Hann dvaldi með konu sinni (systur
Þóreyjar á Reykhólum móður Jóns Thoroddsens) nokkur
ár í Flatey; var hann þá nærri sextugur að aldri, en sást
litt á honum, því hann líktist miðaldra manni, enda var
glaðiyndur, léttur og lipur í fasi og hinn skemtilegasti fé-
lagi. Hann var gildur meðalmaður, gildur undir hönd og
allur hinn vasklegasti. Hann var æfður vöðuskutlari og
talinn flestum fimari við veiðiskap og sjósóknir, hafði og
lagt margt á gjörva hönd, verið skútuformaður, skrifari,
hreppstjóri o. fl. En ölkær var nafni, og fór þó vel með.
Gaf eg honum oft hressingu, því eg var þá einráður við
verzlun okkar að mestu. Við nafnar vorum frændur og
var mjög kært milli okkar, og mér, en engum öðrum.
sagði hann frá æfintýrum sínum. Vissi eg ekki betur en
hann segði hnífrétt frá, þvi bæði var hann dulur um að
tala um sjálfan sig, enda frétti eg sumar sögur hans vest-
ur á Isafirði af manni, frænda okkar beggja, er Andrés
hét og bjó í Dýrafirði. En helztu sögur nafna voru frá
jaktalífi hans þar vestra, og skal eg segja frá einni, sem
þeim M. og Andrési sagðist nákvæmlega eins frá, en þó
læt eg nafna minn segja frá:
sVið höfðum lent saman eitthvað 24 (minnir mig) um
borð hjá Hermanni nokkrum syni spekúlants G . . . á
höfninni fyrir framan Tangann á Isafiiði; lágu þar alls 5
skip og skútur, en ekki voru þar aðrir íslendingar en við
b Um karlmensku Magnúsar er þess getið, að eitt sinn í Bolung-
arvik lagði hann 40 menn að velli í einni lotu i bændaglimu.