Skírnir - 01.01.1918, Page 125
'Skirnir]
Gamlir nánngar frá Breiðafirði.
119
Andrés, og sá þriðji, lítilsigldur maður, sem Einar hét.
Helzti maðurinn var þessi Hermann, vasklegur maður,
kátur og ófyrirleitinn. Svo var stýrimaður einn, sem lét
mikið til sín taka, mikill og sterklegur og hændist mjög
að Andrési. En er heldur tók að hrífa áfengið, fór gam-
anið heldur að grána. Tók þá Hermann lítinn kút, helti
brennivíni á botninn, bauð nafna og sagði: »Tigdu tað,
bölvaði 8krattinn!« og skvetti framan í nafna. Nafni sló
hann óðara flatan, og í sama bili eru þeir stóri stýrimað-
urinn og Andrés komnir í handalögmál. Verður nú harð-
ur aðgangur og ekki langur, áður en nafni slær stórhler-
anum af opinu á þilfarinu. Korn mikið var niðri í skip-
inu. »Réttu að strákana Drési«, kallaði nafni, og að
vörmu 8pori 20 komnir niður í kornið, og hlerinn kominn
yfir. En nú vantaði Einar. Honum héldu þá 4 slánar
fram á skipinu og höfðu hann utanborðs og létu halda í
taug. þeir félagar afgreiddu skjótlega hina fjóra, enda
var þá farið að síga i Andrés, er örsjaldan reiddist, en
þæri svo við, þótti koma að honum æði eða berserksgang-
ar. Svo sagði nafni, og nú draga þeir Einar aftur með
ekipinu og komst hann upp í bát þeirra. En þá eru hfnir
dönsku og norsku óðum að koma upp úr prísund sinni,
lestinni, og harðnaði þá bardaginn, hrukku þeir félagar
niður í bátana, sem margir lágu við kaupskipið. Og þar
glimdu þeir Andrés og stýrimaðurinn sterki, og hömuðust
báðir. En að lokum hóf Andrés hinn á loft og slöngvaðí
þonum á kaf. En á meðan áttust þeir nafni og Hermann
viö; spenti hann i fyrstu greipar um háls nafna, og kvaðst
nafni aldrei hafa þolað verra »steinbítstak«. En er hann
g&t iosað það tak, sendi nafni kappann úr bátnum og lá
hann í þeirra eigin, er hann fór frá skipinu, á grúfu og
hreifði hvorki legg né lið, og þá fyrst náði hann festi
bátsins. Skipaði Andrési að hætta og leggja frá, en reri
sjálfur á tvær árar, því Einar var óvígur. En Andrés
var þá svo óður að hann gegndi ekki, heldur beit í þóft-
una og stykki úr sem tennur tóku. Frá því atriði gleymdi
•hann að segja mér, þá er hann sagði mér söguna meir en