Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 126
120
Gamlir náungar frá Breiðafirði.
[Skírnir
30 árura seinna. Skamt var til lands og æpti þá Andrés:.
»Upp í grjótið! Upp í grjótið! Launum kjaftshöggin!«
En nafni hló, og kvað nóg aðgeit. Hinir eltu á tveim
bátum og reru inn fyrir Tanga; skildi þar með þeim.
Varð og enginn eftirleikur. En ýmsir hinna dönsku sýndu
kaun og plástra, og forðuðust þá nafna, ef þeir hittu þá.
fáliðaðir.
Um fræknleik nafna staðfesti Andrés sögu sjálfs hans
um íþróttir hans, að ganga á árum ef jafnt var róið, svo
og hve hæfinn hann var við skutul og byssu, og enn það,.
að svo var hann fljótur áhandahlaupi, að enginn
hestur náði honum, því einhverju sinni sinnaðist þeim í
kaupstað á Isafirði nafna og Símoni bónda á Dynjanda,
er ekki þoldi glens nafna, en var stórbokki og heldur
harðlyndur, en ramur að afli. Símon reið bráðfljótum
hesti og reið á eftir nafna á leið út í Hnífsdal. Nafni
var gangandi og skóbroddalaus, en yfir allar skriður lágu
svellbunkar. Símon hleypti yfir svellin sem aftók og dró
skjótt saman. Tók þá nafni til íþróttar sinnar, og hentist
á handahlaupi unz svellunum lauk og beið svo Simonar,
sem óðara rann á nafna og mælti: »Afl hefir þú ekki við
mig, fanturinn!« »Þá er að reyna það, Simbi«, svaraði
hinn. Og eftir stutta lotu gafst Símon upp, og kvaðst
vilja sættast. »Sæktu þá tösku þína og drekkum sátta-
bikar«, svaraði nafni. Svo sagði hann mér, að upp frá
því reyndist Símon honum hinn bezti karl. Enn var það,
að útlendur >spekúlant«, er mig minnir að héti Sonne,
fekk snoppung hjá nafna úti á skipinu. Hafni hljóp í bát
sinn, en hinn greip hlaðna(?) byssu, en nafni varð fyrri
til bragðs og sendi skutulrá sína fyrir brjóst kaupmanni,
svo hann féll í óvit og lá veikur. »Það hefi eg hepnastur
verið, að verða ekki mannsbani«, sagði Matti. I Flatey var
nafni hinn gæfasti maður, en þó var það tvisvar sinnum, að
við dáðumst að fræknleik hans. Eitt sinn sigldum vér
óskabyr inn flóann úr legu og vorum allkátir; stórsjór var
nokkur og valt skipið í undanhaldinu eins og krákuskel væri.
Þá segir nafni: »Hver ykkar vill fara fram á hnífilinn