Skírnir - 01.01.1918, Page 127
Skirnir]
Gamlir nánngar frá Breiðafirði.
121
og standa á höfði?« »Það gerir enginn okkar, og varla
þú sjálfur«, svaraði einhver. En í sama bili stendur nafni
á hníflinum hlæjandi, og enginn okkar sá að hann héldi
sér með höndunum. Gekk það bragð fram af okkur. —
Einu sinni stofnuðum við hinir yngri menn til leiks, með
reipi, hlaup og tusk. Eg fekk nafna til að koma og horfa
á, og hvislaði að honum, að Jón formaður væri fyrir
tuskinu og væri það haft eftir honum, að í tuski þyrði
hann að mæta gamla Matta. Nafni kom í leikinn og
glotti að venju, en sagðist eins og Grettir vera hættur
að rjá. Jón formaður, er eitthvað kunni af brögðum,
tekur tökum á M., en liann hló við og lofaði Jóni að bol-
ast um stund. En alt í einu liggur Jón langt frá á milli
þúfna, án þess við sæjum hvað falli lmns olli. Nafni varð
nú vel kátur, og sagði: »Þið yngið upp strákar. Fáið
mér prik ega rá«. Eg sótti létta stöng og fékk honum.
Hann hóf upp stöngina og hæfði þúfu út i vellinum og
undruðumst við hvað langt hann skaut. »Hæfðirðu nafni
■viasa þúfu«, spurði eg. »Það veit eg nú ekki, en hefði
eg hitt selshaus, nafni, hefði það þótt líklegra«. Loks
Hljóp hann handahlaup dálítinn sprett fyrir bón Jóns for-
manns. Er það mikil íþrótt og vandlærð, og sagði nafni,
að þá list kynni enginn sextugur maður. Hefi eg ekki
séð þann leik, hvorki áður né síðan.
Fleiri smásögur um nafna minn, frænda og vin gæti
eg enn sagt, en læt hér staðar numið.
Matthías Jochumsson.