Skírnir - 01.01.1918, Page 131
Stjórnarbyltingin mikla i Rússlandi.
I. Aðdragandi og orsakir byltingarinnar.
Stjórnarbylting sú, er átti sér stað í Rússlandi fyrri
kluta marzmánaðar síðast liðinn vetur, er vafalaust enn
8em komið er merkilegasta og mikilvægasta afleiðing
heimsstyrjaldarinnar miklu. En rót sína á byltingin fyrst
°g fremst að rekja til frelsishugsjóna þeirra, er stjórnar-
byltingin mikla á Frakklandi, styrjaldir Kapoleons og
stjórnarbyltingarnar 1848 vöktu hjá ftússum eins og hjá
Öðrum þjóðum Evrópu, og hér verður ekki nánar getið.
í annan stað hefir harðstjórn sú og óstjórn, sem um lang-
an aldur hefir drotnað í Rússlandi, og hins vegar bylt-
ingarhugur og frelsisbarátta rússneskra frelsisgarpa glætt
°S magnað uppreisnarandann með þjóðinni. Loks hafa
breytingar þær, sem á síðari árum hafa orðið á atvinnu-
brögðum og þjóðfélagshögum Rússa, og síðast en ekki sízt
hrakfarir þeirra í heimsstyrjöldinni og dýrtíð og hallæri,
sem af þeim leiddi, komið byltingunni af stað. Skal því
næst vikið að þeim mönnum og viðburðum, er mestu
niáli skiftir, þegar um aðdraganda byltingarinnar er að
^æða. Að því búnu skal skýrt frá byltingunni sjálfri.
Eftir ófarir Rússa í Krím-styrjöldinni 1854—1856 tóku
frelsishreyfingar og megn óánægja með stjórnarfarið að
gera vart við sig á Rússlandi, er á stjórnárum Nikulásar
keisara 1. hafði verið höfuðból alls afturhalds og harð-
stjórnar hér í álfu. Einhver ,fyrsti postuli' þessarar nýju
Stefnu var Alexander Herzen. Hann var eldheitur frelsis-
vinur og ákafur fríhyggjumaður. Herzen hneigðist snemma