Skírnir - 01.01.1918, Page 133
Skirnir] Stjórnarbyltingin mikla í Rússlandi. ’
hann kom til ríkis. Margar nefndir voru skipaðar til
þess að ræða og undirbúa málið sem bezt. Urðu menn
skjótt á eitt sáttir um það, að ánauðugir bændur og bjú
ættu heimtingu á að verða frjálsir menn. Aftur á
móti var það miklum erfiðleikum bundið að komast að
ákveðinni niðurstöðu um, hvort bændur ætti einnig að fá
eignarumráð yfir jörðum sínum, og með hverju móti.
— IiOks batt opið bréf keisara 1861 enda á
m á li ð. Þar var svo fyrir mælt, að átthagafjöturinn
skyldi með öllu afnuminn og kaup og sala á ánauðug-
um mönnum. Valdstjórn stóreignamanna yfir bændum
var og úr lögum numin. Um eignarumráðin vai svo
fyrir mælt í bréfinu, að hús þau eða kofar, er bændur
byggi í, skyldu verða eign þeirra. Aftur á móti skyldm
akrar þeir, er bændur yrktu, vera að surnu leyti eign
stóreignamanna, eins og þeir höfðu verið til þess tíma,.
en að sumu leyti skyldu þeir með sérstökum kaupmalum
geta orðið bændaeign. Kíkinu var gert skylt að styrkja
bændur til þessara kaupa með hagfeldum lánum. En jarð-
irnar skyldu þó ekki seldar einstöku bændum, heldur
sveitafélaginu (mir), en það skifti þeim aftur milli bænd-
anna, og gat jafnvel fengið þeim þær til eignar með sér-
ötökum skilyrðum. Þó hér væri stigið stórmerkilegt spor
til viðreisnar bændastétt Rússlands, kunnu bændur engan
veginn að meta það sem skyldi, enda var það allmiklum
örðugleikum bundið að koma því í framkvæmd. Bændur
höfðu gert sér von um að eignast jarðir þær, er þeir
yrktu, og þótti því nýmælið fara alt of skamt. Auk þess
v°ru þeir þekkingarsnauðir og fáfróðir og höfðu ekki rænu
eða vit á að taka upp nýjar yrkingaraðferðir. Loks veitti
þeim örðugt að greiða stóreignamönnum og rikinu fé það,.
sem þeir áttu að inna af hendi.
Alexander 2. gerði ýmsar aðrar mikilsverðar umbæt-
ur í ríki sínu. Hann gerbreytti dómgæzlunni og tók upp
kviðdóma og friðdómara, málaflutning í heyranda hljóði
og málskot til æðri rétta, ennfremur óafsetjanlega dom-
ara og talsmenn handa hinum kærðu. Þótt dómarar þægi