Skírnir - 01.01.1918, Síða 134
'128 Stjórnarbyltingin mikla í ítússlandi. [Sklrnir
mútur eins og fyr, voru sakborningar þó nokkru öruggari
fyrir gerræði þeirra en áður. Hin æðri fræðsla var bætt
og ritvarzlan linuð. Loks voru sett lög um héraðsstjórn
og sett á stofn umdæmaráð, »semstvo«, og önnur ráð,
sem voru skör lægri. Var þetta fyrsti vísirinn til dálít-
illar sjálfstjórnar í nokkrum sveita- og umdæmamálum.
Hafa umdæmaráðin ekki Att lítinn þátt í því að bæta
samgöngur, læknaskipun og lýðfræðslu í landinu.
Alexander 2. gerði sér einnig far um að bæta kjör
Finna og Pólverja. Árið 1863 var þing Finna kvatt til
setu í fyrsta skiftið síðan landið kom 1809 undir yfirráð
Kússa, og finskan var í öllum innanlandsmálum gerð jafn-
stæð sænskunni. Á Póllandi þótti þjóðfrelsismönnum lítið
koma til umbóta keisara, og þegar þjóðernisstefnan um
og eftir 1859 tók að ryðja sér til rúms í Evrópu, vildu
þeir nota tækifærið til að ná fullu sjálfstæði. Þegarund-
irróðurinn mót Rússum fór óðum vaxandi og ýmsir máls-
metandi Pólverjar þóttust eiga vísa liðveizlu hjá ííapoleon
3., bjóst stjórnin til þess að nota liðsútboð sem yfirvarp
til að handtaka marga unga menn, er voru framarlega í
flokki andstæðinga hennar, en þá hófu Pólverjar uppreisn
í ársbyrjun 1863. Rússar bældu uppreisnina niður með
harðri hendi, eins og kunnugt er, og sviftu landsmenn
þeim litlu réttarbótum, er þeir höfðu hlotið, og ofsóttu
tungu þeirra og kirkju.
En uppreisnin varð ekki Pólverjum einum til ófarn-
aðar, heldur einnig Rússum sjálfum. Nú urðu »slavofilara
undir forustu Katkow’s ritstjóra ekki að eins miklir óvinir
Pólverja, heldur fráhverfir öllum frjálslegum umbótum á
stjórnarfarinu. Þeir kváðu einvaldsfyrirkomulagið vera
bezt fallið til þess að halda ríkinu saman og koma einn-
ig bezt heim við sögu og reynslu þjóðarinnar.
Alexander keisari heyktist á umbótunum, er hann
hafði borið lítið annað úr býtum fyrir en óþökk og erfið-
leika, og leitaði nú trausts hjá »slavofilum« og gerðist
afturhaldssamur í stjórn sinni. Breyttist nú margt á verra
-veg: umboðsstjórnin fór aftur að taka fram fyrir hend-
N