Skírnir - 01.01.1918, Blaðsíða 135
Sklrnir]
129
Stjórnarbyltingin mikla i Rdsilandi.
urnar á dómstólunum, meðal annars með því að gera
menn, er stjórnin hafði illan augastað á fyrir undirróður
og æsingar útlaga til Sibiriu. Stjórnin jók einnig eftir-
litið með háskólunum og skerti kenslufrelsi þeirra. Þess-
ar ráðstafanir mæltust illa fyrir hjá mörgum ungum
mentamönnum og komu, ásamt annari andlegri hreyfingu,
er þegar skal getið, af stað miklum viðsjám, róstum og
tilræðum, þegar fram liðu stundir.
Eftir Krim-styrjöldina þótti mörgum mönnum í Rúss-
landi hin forna þjóðfélagsskipun vera komin á fallanda
fót og af henni væri einkis góðs að vænta fyrir þjóðina.
En þá hófst einmitt með nokkrum yngri mentamönnum
fitefna sú, er Turgenjeio skáld gaf nafnið »nihilismi«, en
fylgismenn hennar hafa verið kallaðir »nihilistar«. Þeir
Toru hugfangnir af raunspeki og efnishyggjukenningu
Vesturlanda, eins og þær komu þeim fyrir sjónir í heim-
speki, sögu og náttúruvísindum, og þóttust á hinn bóg-
inn sannfærðir um, að rússneska þjóðin ætti eftir að vinna
mikið og fagurt starf i þjónustu siðmenningarinnar.
iíihilistar þráðu nýja þegnfélagsskipun, þar sem guðsaf-
neitun hefði bygt út trú og kirkju, og siðgæðishugsjónir
þ^r, er höfðu hingað til verið drotnandi meðal manna,
Tæri gerbreyttar, og það væri alment viðurkent, að hver
niaður. ætti að njóta fulls frelsis til þess að glæða alla
tæfileika sína og ná sem mestri fullkomnun. Annars
fék nihilistum fyrst í stað einkum hugur á að bæta kjör
'°g auka réttindi kvenna og losa bændur og verkamenn
Tið hégiljur og hleypidóma með því að kenna þeim ýmis
aytsöm fræði, en stjórnmál og breytingar á stjórnlögun
úm létu þeir fyrst framan af lítið til sín taka. Þeir voiu
yfirleitt ósérplægnir menn og hreinskilnir, en vanstiltir
•og hrokafullir og áttu því ekki miklum vinsældum að
fagna hjá öllum þorra frjálslyndra manna, er höfðu ímu-
gust á öfgum þeirra. Ríkinu virtist því ekki vera nem
•sérleg hætta búin af starfsemi þeirra, og það því siður
sem sumir mestu atkvæðamenn frjáislynda flokksins, svo
;sem Alexander Herzen og Turgenjew, voru þeim andvig-
9